- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
162

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

162 • DÓMKIRKJAN A HÓLUM SAFN V

betur séð, en að þetta beri upp á sama tíma, og
sýn-ist það taka af tvimælin um það, að þessi kirkja er
með bæði austur- og vesturkór einmitt af þvi, að bún
hefur verið orienteruð. Annað dæmi tvikóraðrar,
orient-eraðrar kirkju úr Afriku mætti nefna, þar sem er kirkjan
i hinu forna Hermonþis á EgyptalandiSkýring sú,
sem hér er gjórð um austur- og vesturkór, virðist vera
bæði nægileg og ekki ósennileg, og verður ekki sagt hið
sama um getgátu hins ágæta fræðimanns Dietrichsons.

Þess er viða minst, að kirkjur hér á landi hafi verið
með stöpli -) bæði á biskupsstólunum og annarsstaðar.
Hefur það verið tekið fram, að stöplar séu óhugsandi
nema á trékirkjum vegna þess, að burðarmagn
torf-kirkna leyfi varla slíkt. Auk dómkirknanná þekkja menn
aðeins eptirfarandi 8 kirkjur, sem hafa verið með stöpli:

Grenjaðarstaðurs).

Grýtubakki4).

Hrafnagil5).

Kirkjubær á Siðu6).

Möðruvellir i Eyjafirði7).

Reynistaður8).

Þingeyrar9).

Þykkvibær i Veri10),
en vitanlega hljóta fleiri að hafa verið stöplarnir hér á
landi, þó að ekki séu heimildir fyrir þeim.

Það er ekki að furða, þó hvergi sé beinlínis l}rs’
gerð þessara stöpla. En þó er hægt að slá því föstu,
að stöplar á þeim kirkjum, sem voru stafbygðar, væn
á þeim nokkur stöpull, hafa verið með sama lagi
kirkjustöplarnir i Aardal og Rinde í Noregi"). Var
stöpulfóturinn á þeim opinn að neðan, og i laginu sem

1) Ferguson I, 510. Kaufmann bls. 178. 2) Dietrichson heldur

því fram í Omrids bls. 47 að stöpull og klukknáhús sé sama.

Petta er rángt, stöpull er turn áfastur kirkjunni, en klukknahús
er sérstakt hús alveg fráskiiiö henni. 3) D. I. III, 581, 709,
IV-21. 4) D. I. III, 570. 5) D. 1. V, 315, IX, 332. 6) Sturl. II, H»-

7) D. I. III, 517. 8) D. I. IV, 343. 9) D. I. III, 185. 10) /. A. bls.

488. 11) Felt bls. 28.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0558.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free