- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
164

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

164

• DÓMKIRKJAN A HÓLUM SAFN V

úr kirkjunni, sem aðskilin er frá henni með vegg og
dyrum. Hafði hún eptir því þrjá sjálfstæða veggi og
einn sameiginlegan við kirkjuna. Stúka aptur á móti
virðist merkja útbyggingu úr kirkjunni, sem vissi alopin
inn í hana. Hafði hún þrjá sjálfstæða veggi, en engan
fjórða vegg, þann er að kirkjunni hefði átt að vita. En
hins vegar leikur enginn efi á þvi, að stúka og kapella
merkir ekki neinn stærðarmun á útbyggingum með
sama sniði, eins og mætti gjöra sér i hugarlund. Ekki
getur á því leikið neinn vafi, að með þessum orðum
báðum er átt við allstórar útbyggingar úr kirkjunum.
Er það bæði í samræmi við skilning þann, sem alment
er lagður í orðin nú, enda sést það á nokkrum stöðum
beinlinis að svo hefur verið. Á Hólum er kirkjan t.
d. sögð 19 álna breið, en 35 álna um stúkurnar1).
Hefur hver stúka þar eptir þessu verið 8 álna löng
bygging út frá kirkjunni (8 álnir á dýpt). Það verður
þvi ekki fallist á, að skot þau, er Fett sýnir myndir af
i riti sinu*), séu af stúkum i hinum eiginlega skilningi
orðsins, eins og hann vill vera látas). Það er skot, sem
að visu eru ætluð undir ölturu, enda virðist það
ein-mitt vera eina ástæðan, sem Fett hefur haft til að kalla
þau stúkur. Þess hefur hann ekki gætt, að ölturu
(út-ölturu) hafa hvorki fyr né síðar þurft að standa í
stúk-um, heldur hafa þau frá fyrstu byrjun staðið bæði f
stúkum, laus, með veggjum fram, upp við súlur, eða þá
í [skotum (»nische«) út úr kirkjunni, alt eptir því sem
verkast vildi. Fæstar kirkjur hafa þó verið svo efnum
búnar, að þær væru með stúkum, og voru því
síðast-nefndu aðferðirnar langalgengastar. Þessi og þvilik skot
eru nefnd »nische«, altaris-»nische« á erlendu máh.
Þegar Fett tekur skotið út úr Tanum kirkju á
Brunla-nesi sem dæmi þess, »hvor udbyggningen ofte blir
mar-keret«4), þá verður að segja, að hver, sem á myndina
litur, getur séð, að útbyggingin er svo lítil, að hún ma

1) D. I. V, 358. Sbr. og næsta kafla hér á eptir. 2) Fett flg-

111 og 113. 3) Ibid. 4) Fett 1. c.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0560.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free