- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
170

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

170

• dómkirkjan a hólum

safn v

eða að minsta kosti geymst um þau munnmæli eða
frásagnir.

Um torfkirkjar er nokkuð öðru máli að gegna en
timburkirkjur. Þekkingin um þær er meiri, þvi bæði
hefur það byggingarlag haldist fram á vorn dag nokkuð
óbreytt; eins er enn uppistandandi ein torfkirkja úr
kaþólskum sið, og sömuleiðis er til nokkuð greinileg
lýsing á þeim i hinum gömlu islenzku hómilíubókum.
Verkefnið er því bæði fjölbreyttara og betra.

Önnur hómiliubókanna, svonefnd
Stokkhólms-hómiliubók, er af fræðimönnum talin islenzk og af
sumum yngri1) en hin svonefnda norska hómiliubók,
sem af sumum er talin norsk og eldri2). Það skal tekið
fram, að ákvörðun á aldri og máleinkennum þessara
tveggja bóka er gjörð af nafntoguðum fræðimönnum.
Hvað viðvíkur aldurseinkennUnum, er aldursmunurinn
að dómi útgefendanna svo litill, að vel getur verið að
hann sé i raun réttri enginn, eða að jafnvel sú bókin,
sem sumir telja yngri, sé i raun og veru elzt og þar
fram eptir götunum. Slikar ákvarðanir geta aldrei verið
hárnákvæmar, og einmitt svona ónákvæmar eru þær
alloptast, sérstaklega þegar litlu munar, þó að þær í
öllu verulegu séu ábyggilegar. Er þetta tekið fram
af því, að aldursákvörðunin gæti orðið til þess að villa
menn um uppruna ritanna, svo að menn héldu, að
það, sem sameiginlegt er með báðum, væri frumsamið
eða frumþýtt i landi þvi, sem handrit það, sem eldra
er haldið, er taiið runnið frá. En svo þarf ekki að vera,
og. er ekki að þessu sinni. Það er að vísu alveg
efa-laust, að Stokkhólmsbókin er á íslenzku máli, en hin
svonefnda norska hómilíubók rituð með norskum rit-

1) Wisén útgefandi hennar telur hana vera frá lokum
12-aidar eða um 1200. Hefur hann það eptir Jóni Sigurðssyni, að
hún sé frá því um 1150, en viil ekki fallast á pá skoðun. Sjá
Hóm. I, ij. 2) Segir útgefandinn hana vafalaust norska og frá
iokum 12. aldar. Sjá Hóm. II, III. Hér ber pví svo lítið á miUi
um aidur, að manni verður að efa, hvort yflr höfuð sé hægt að
segja með nokkurri vissu hvor bókin sé eldri.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0566.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free