- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
179

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 6

’ í hjaltadal

179

um« Slíkir bekkir eru engir til islenzkir lengur, en
skinandi fallegir bekkir úr Kirkjubæjardómkirkju í
Færeyjum, sem Þjóðmenjasafn Dana á2), gætu ef til
vill gefið einhverja hugmynd um, hvernig þeir hafi
verið hér á landi.

Um efni i torfkirkjuveggjum hefur áður verið getið.
Venjulegast var niðurveggurinn úr steini, svo að bil
milli tveggja þunnra steinveggja var moldarfylt3); það
var nokkurskonar opus emplectum. En upp af þessum
niðurvegg reis svo aðalveggurinn úr torfi og grjóti,. og
var torfhleðslan ýmist með strenglagi,
klömburhnausa-lagieða hvorutveggja6). Þessi lög bæði eru alþekt út
um heim, og er klömburhnausalagið (opus spicatum,
berringbonework) sérstaklega talið ellimerki6). í
sam-bandi við vegginn verður að geta hornsteinanna7), sem
voru stoðarsteinar *), er settir voru undir samskeyti
uudirstokkanna við hornstafina. Milli þils og veggjar
varð bil, sem nefnt var skot — kirkjuskot —, og má af
öllu ráða, að dyr hafi legið úr kirkjunni i skotið eins
°g á ibúðarhúsunum var9), þvi opt er þess getið, að
menn væru þar fólgnir þeir, er sökótt áttu, til þess
að njóta þar leyndar og kirkjugriða i senn10).
Sams-konar bil var milli jarðar og gólfþils"). Likur eru og
fyrir þvi, að bilið milli jarðar og undirstokks
(syllu-stokks) til gafianna hafi opt ekki verið byrgt að utan,
né upp í það hlaðið, heldur látið standa opið:
»Móð-ólfur djákni, er kallaður var ganimaður, fekk komist
ut undir syll kirkjunnar«12). Þetta verður ekki skilið á
annan veg en að brotið hafi verið upp kirkjugólfið, og
maðurinn siðan skriðið niður með þvi og út um bilið

1) 1. A. bls. 478. 2) Aarsb. 1906 bls. 220-221. 3) Bruun

Kullurliu bls. 85. 4) T. d. eru veggir hinnar fornu kirkju á

Gunnsteinsstöðum hlaðnir með pví lagi. 5) Bruun KullnrUv bls.

81—84. 6) Arts II, 71. Kugler II, 563—564 7) Leifar bls. 164.

8) Sjá Privatb. bls. 120. 9) Privatb. bls. 203, 223. 10) B. S. I, 544.

Sturl. I, 323—324. Kirkjuskot það, sem nefnt er i Vatnsflrði 1500

<0. I. VII, 533) er útbrot (»Svalegang«) um statkirkju, en ekki

torlkirkjuskot. 11) B. S. I, 198. 12) Sturl. II, 114.

13

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0575.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free