- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
184

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

184

• dómkirkjan a hólum

safn v

dagsett)út af rekamáli einu við Gunnsteinsstaði segir
hann: »þótt einhverntima hefði Gunnsteinsstaðaskemma

— fyrrum kirkja — átt tilkall til.....«. Eptir þessu

hefur kirkjan verið orðin skemma, eins og hún er enn
i dag, um 1811. í bréfi til biskupsdæmisins um sama
mál dags. 21. sept. 18112) segir sami maður: »hvort
rekinn skylldi allur tilheyra Holltastaðakirkju eður hálfur
Gunnsteinsstaðakirkju, og síðan jarðarinnar eigendur3),
þar hún er fyrir mörgum öldum niðurlögð«.
Bersýni-lega veit maðurinn ekkert um það, hvenær kirkjan var
niðurlögð, annað en að það var fyrir löngu þá, og
verður það á hans máli fyrir mörgum öldum. Getur
þetta einkar vel staðið heima við að hún hafi lagst
niður fyrri part 18. aldarinnar, og er líklegt, að hún
hafi þá þegar orðið skemma, að minsta kosti var hún
orðin það, er Holtastaðabóndinn ritar bréf það 1811,
sem áðan var vitnað í. Ekkert virðist og liklegra en að
kirkjan, úr þvi hún hefur getað staðið um 200 ár með
þeirri meðferð, sem skemma hlýtur, hafi áður en hún
féll úr tigninni getað staðið það liðugt hálft annað
hundrað ára, sem þá vantar upp á að hún sé úr
ka-þólskum sið, með þeirri meðferð, sem kirkjur fengu,
sem alténd hefur verið eitthvað skárri en sú, sem á
skemmum var, þó að hún eptir siðaskiptin ef til vill
hafi ekki verið eins burðug og skyldi4). Eitt er það til
marks um aldur kirkjunnar, að allmiklu er
jarðvegur-inn fyrir utan kirkjuna hærri en gólfið í henni, sem
þó er með allþykkri skán, aðallega i miðjunni, svo að

1) Kafli sá úr bréfinu, sem hér er tekinn upp, er prentaður
í D. I. X, 15. 2) íslands Biskupsdæmis Journal nr. 683—11- 1
Þjóðskjalasafninu. 3) Svo fyrir eigendum. 4) Svo segir í
Alda-söng Bjarna skálda:

Frek er nú tolla tekt,
tvöföld par lögð við sekt,
hús droílins hrörna og falla,
hrein eru stundum varla etc.
Diglningen bls. 404. sbr. bls. 95 í pessu riti.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0580.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free