- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
186

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

186

• DÓMKIRKJAN A HÓLUM

SAFN V

Botninn á gatinu (þ. e. hliðin lóðrétta á lóðrétta linu
úr reptinu) er með einkennilegri keilulagaðri dæld, sem
bersýnilega stafar af þvi, að þarna hefur að staðaldri
verið helt niður einhverju, sem smám saman hefur
skolað burt með sér nokkuru af moldinni, þar til dældin
var komin. Það verður því að telja mjög svo vafalítið, að
þarna sé sacrarium, og styrkir það enn að mun þá
skoð-un, að kirkjan á Gunnsteinsstöðum sé frá þvi fyrir
siða-skiptin, þótt eðlilega verði það ekki nákvæmar ákveðið1).

Það er ekki ástæða til að gjöra kirkju þá, er
Brynj-ólfur Jónsson frá Minnanúpi hefur lýst í Árbók
Forn-leifafélagsins2), og látið gjöra af líkan, sem geymt er í
Þjóðminjasafninu3) að umtalsefni, af því að hún er ekki
frábrugðin torfkirkjum eins og þeim er lýst hér framan,
að öðru en þvi, að hún er með sperruþaki 2. tegundar
2. flokks, eins og Valtýr Guðmundsson skiptir þeim
Þó er það afbrigði i þakinu, að langböndin liggja utan
á ræfrinu milli mæniáss og skammbita, og að
sperr-urnar eru i tvennu lagi, efri sperrur og neðri. Neðri
sperrur frá staflægjunni á skammbitann, en efri sperrur
frá skammbita i mæniás. En óvíst er nema þetta stafi
af rangri eptirtekt, og þó svo sé ekki, er óvist hve fornt
þetta lag er. Eptirtektarverðast á kirkju þessari er það*
að klukkurnar hanga í litlum aukaskammbita fyrir ofan
skammbitann miili fyrsta og annars stafgólfs.

Hefur hér nú verið reynt að gefa sem glöggast
heildaryfirlit yfir islenzkar miðaldakirkjur alment, en
það hlýtur að vera óhjákvæmileg undirstaða, ef gjöra
á lýsingar á einstökum fornum kirkjum í smáatriðum
(Detailbeschreibung).

1) í fljótu bragði kynni manni að detta í hug að hér væri
uppfylt vindauga á ferðinni. Svo er ekki. Þar eð ég innan
skamms mun gjöra þessari einu islenzku kirkju úr kaþólskum
sið betri skil, skal ekki fjölyrt frekar um petta hér. 2) Á. I. F•
F. 1897 »Hin síðasta útbrotakirkja á íslandi». 3) Nr. 4901 i
safn-inu sbr. Pjóðmitijasalti bls. 35. 4) Priualb. bls. 127.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0582.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free