- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
196

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

196

• DÓMKIRKJAN A HÓLUM

SAFN V

væri i Skálholti þegar i stað að jarða biskupana innan
kirkju, — var þar fyrstur jarðaður Kolur og hjá
hon-um ísleifur — komst sá siður ekki á á Hólum fyrri
en seinna. Jón biskup Ögmundsson var jarðaður utan
kirkju i hvelfingu til austurs, sunnan við kórinn2).
Guðmundur biskup var aptur á móti jarðaður innan
kirkju i stúkunni suður af framkirkjunni3), en þar var
þá búið að jarða tvo presta áður, og lá hann á milli
þeirra. Jörundur biskup fór 1275 i leiði Guðmundar ’),
en Auðun biskup tók bein hans úr jörðu6).

B. Jörundarkirkja var bygð um 1294. Jón Espólin
tilfærir málið á henni. »Var hún at lengd vel L álnir,
frammkyrkjan XIX álna breið, en XIII oc III þumlungar
at hæð, kórinn XVII alna breiðr, stöpullinn XVII alna
breiðr oc jafnlangur«6), segir hann, en hefur bers^’nilega
tekið sitt mál eptir biskupasögum sira Jóns Halldórssonar,
þvi sira Jón segir: »var sú kirkja að leingd 50 álnir,
sjálf framkirkjan var 19 álna breið, en xvj og 3
þuml-unga há. Kórinn var 17 álna breiður. Stöpullinn var
17 álna langur og eins breiður«7). Pó að málunum
beri ekki saman er auðséð sambandið á milli þeirra.
Hinsvegar er og auðséð, að ekki er hér á ferðinni mál
það, sem til er af kirkju Péturs, vegghæðin er
önn-ur, og vantar kirkjubreidd um stúkurnar. En þó er
þetta mál svo svipað málinu á kirkju Péturs, að það
fyllilega sannar mál mitt, að Hóladómkirkja hafi í öllu
verulegu altaf verið eins i kaþólskum sið. Þessvegna
mega og myndirnar á töflu II—V, þó að þær séu
gjörð-ar eptir málinu á kirkju Péturs, gefa nokkra hugmynd
um Jörundarkirkju. Hið eina sem vitanlega er óvist
hvort eins hafi verið með kirkjunum er talan á
stúk-unum. Það er t. d. lítið sennilegt, að á kirkjunni hafl

1) B. S. I, 63-64. 2) B. S. I, 177, 250. 3) B. S. I, 585, 829,
885. 4) B. S. I, 609. 5) B. S. I, 829. 6) A. Esp. I, 33. 7)
Bisk-upasögur Jóns Halldórssonar, æfi Jörundar. Er nú hdr. þaö af
Biskupasögum, sem ég hef notað, og pá átti Jón heitinn
Por-kelsson pjóðskjalavörður, faðir minn, í eigu Pjóöbókasafnsins.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0592.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free