- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
202

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

202

• DÓMKIRKJAN A HÓLUM

SAFN V

Um skrúðhúsið á kirkjunni er að eins getið, en því
er að engu iýst. Þau voru optast norðan megih
kirkj-unnar, áföst kórnum, og innangengt i hánn úr þeim
Það er fjarska óliklegt, að það hafi verið minna en
stúkurnar, það er að segja 8X8 álnir islenzkar. Varla
hefur það þó heldur verið mikið stærra, þvi þá hefði
það borið kórinn ofurliði. Hefði það stærra verið,
hefði það hlotið að vera að minsta kosti 17 álnir á
langveginn, ef hlutföll ættu ekki að raskast, en það
væri bers)7nilega of mikið. Á uppdráttunum er það því
haft 8X8 álnir, með dyrum að utan inn og milli
kórs og skrúðhúss. I skrúðhúsinu hefur óefað verið
altari, eins og var á Jörundarkirkju. 1 skrúðhúsinu voru
almariur biskups, klerka- og djáknakistur geymdar, svo
og ýms reiða kirkjunnar, t. d. 1525 þrjár kólflausar
klukkur, og þar skrýddust og afskrýddust klerkar.

Stúkurnar voru þrjár: Mariustúka, Önnustúka og
krossstúka, og eru þær allar nefndar i máldögunum
1525 og 1550 og lágu eins og kirkjumálið ber með sér
út frá framkirkjunni. Hafa þær óefað, svo sem vant var
um stúkur, verið með þrem veggjum, en opnar inn í
kirkjuna. Pó aldrei sé gelið um altari nema í einni
stúkunni — Önnustúku2), var vitanlega altari á þeim
öllum, sem og sést á því, hvaða gripir voru á þeim
geymdir samkv. máldögunum 1525 og 1550, enda voru
stúkur til þess eins ætlaðar, að þar væri ölturu, og
hafði hver kórsbræðra eitt til að þjóna. Dýpl stúknanna
(breidd frá kirkjuvegg) var 8 álnir, og verður að gjöra
ráð fyrir sama máli á hinn veginn, annars myndu
hlut-föll kirkjunnar (kvaðratið) raskast. Gluggum hefur orðið að
gjöra ráð fyrir á þeim, þó hvergi sé þeirra getið. Máldaginn
1550 getur um Jónsstúku, en þar er vafalaust ekki um
stúku í eiginlegum skilningi að ræða, heldur sérstakan
part af kórnum, og verður að því vikið siðar.

Kapella var með kirkjunni, og er hún nefnd i
báð-um máldögunum frá 1525 og 1550. Var hún og kölluð

1) Otle I, 104. 2) D. I. VIII, 732 f.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0598.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free