- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
213

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

>ÍR. 6

í HJALTADAL

213

II. kirkjupresti á Hólum umsjón með þvi, að sá
kórs-bróðir, er sálumessuprófentu þá hefur, er biskup stofnar
1520, vinni starfið með trúmensku1). Önnur dignitas er
nefnd á Hólum i tið Jóns biskups, því þá er sira Gisli
Finnason inn gauzki skólameistari2) — scolasticus —
og er einmitt þetta latneska heiti notað hér á landi,
því í Lögmannsannál segir, að 1317 væri síra Egill
Eyj-ólfsson — siðar biskup — »á Hólum scolasticus«3), og
Laurentius leggur til præbendu fyrir þennan kórsbróður;
þeim, sem þá hafði stöðuna, gaf hann Vallastað í
Svarf-aðardal «segjandi að þann stað skyldi æ sá hafa og
halda, sem skólameistari væri á Hólum«4). f’ráfaldlega
er nefndur rector chori6), sem var ein af dignitatibus.
Poenitentiarius var sú dignitas, er fór með
aflausnar-vald i nafni biskups, og var um leið
lógfræðisráðunaut-ur hans. 1450 nefnir Jón biskup Vilhjálmsson i bréti
bróður Björn Jónsson poenitentiarius sinn, og bætir við
»conventuaIis« 6), en kapitulinn var einmilt »conventus«,
svo þetta orð tekur af allan efa. Theologus var
ráðu-nautur biskups í guðfræðilegum efnum, og sj’nist ekki
vera getið um þá dignitas i islenzkum heimildum.
Sa-crista var sú dignitas, er gætti kirkjuskrúða og gersima,
og er í Guðmundarsögu getið um Þorstein nokkurn
faraprest, sem hafði það starf með höndum 7), og víðar
er þessa kórsbróður getið8), og sé vel og vandlega að
gáð, finna menn viða getið um kórsbræður
dómkirkn-anna. Það sýnist og ekki heldur vera miklum vafa
undirorpið, að þar sem getið er um fremstu
kenni-menn9), fremstu presta10) eða kórprestan), sé átt
við kapitulabræður dómkirkjunnar. Alveg er það og
tvimælalaust, að þegar Gottskalk biskup II. í
testa-mentisbréfi sinu segir: »eðla herrar ábótarnir og herra
priorinn og allir forprestar og svo allir aðrir kenni-

1) D. I. VIII, 733. 2) D. S. I, 168. 3) I. A. 266. 4) B. S. I,

850. 5) T. d. B. S. I, 846, D. I. VIII, 733 6) D. I. IV, 450 7) B.

S. I, 609. 8) D. I. VIII, 693. 9) B. S. I, 857. 10) B. S. I, 861 11) B.

•S. I, 875, 876.

14*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0609.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free