- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
221

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. c

í HJALTADAL

221

manninum var aðeins lítið brot af höfuðskelinni o"

’ o

austur af henni frauðkendur hryggjarliður, og enn austar
tveir járnbútar. sem gætu hafa verið úr kistu (sjá töflu
A7II og VIII). Með beinunum var allmikið af beinamold.
Voru beinin tekin upp, og markað nákvæmlega fyrir,
-svo hægt væri að koma þeim kyrfilega fyrir á sama
stað, ef með þyrfti. Voru beinin siðan flutt til
Reykja-víkur og afhent þjóðminjaverði til geymslu.
Höfuð-skeljarnar bera það með sér, að maðurinn i miðið hafi
verið elztur, höfuðsaumarnir eru algrónir, en mennirnir
til beggja handa eru yngri, þvi saumarnir eru nokkuð
opnir. Nú er spurningin: Iivaða þrir menn — tveir vngri
og einn eldri — geta verið grafnir saman, undir einu
hvolti á þessum stað? Og hver getur verið grafinn þarna,
svo að hann hafi höfuð sitt undir hendinni eins og
hinn blessaði Dionysius? Svarið getur ekki verið nema
eitt, að þarna liafi lundist leifar Jóns biskups, sira Björns
og Ara lögmanns, — guð þeirra sálir náði.

Áður en skilist er við kirkjuna að innan má geta
þess, að kirkjan hefur óefað verið með opnum þakstól
— ekkert lopt í lienni — annars hefði varla verið
tiundaður sperrufjöldinn eins rækilega og gjört hefur
verið.

Kirkjan stóð á steingrunni, og voru steinarnir ekki
bundnir saman með steinlími, heldur var troðið torii
inn á milli þeirra, svo vindur kæmist ekki undir hana;
sýna það vitnisburðir þeir, sem birtir eru í upphafi
kaflans. Af þeim sést og að kirkjan hefur verið studd
af skástoðum (»skástifum«) báðum megin, eins og
hin-íir eldri kirkjur.

Að þvi er gerð kirkjunnar viðvikur, getur ekki
ann-fð verið, en að hún hafi verið bygð eins og
Greenstead-kirkjan úr lóðréttum timburstokkum (sjá I. kaflann),
enda benda skástoðirnar til þess. Óhugsandi er að hún
haíi verið stafkirkja; það er ekkert sem bendir til þess,
enda er hún of mjó i samanburði við lengdina til þess,
að það geti borið sig. Að vísu er á einum stað getið
um útbrot á kirkjunni; er það í síðari meðí’erðinni á

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0617.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free