- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
226

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

226

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

opinberlegacc3). Og 1396 er þetta enn ekki komið i lag,
því þá skipar Vilkin biskup: »prestar leggi af alla
laus-ung og leikaraskap bæði í klæðabúnaði og
vopna-burði«2). En vopnaburðurinn legst aldrei af. Teitur
Por-leifsson ánafnar «mínum herra biskupinum (Ögmundi)
korðahnif«, »ef hans náð vill litillæti til hafa að þiggja«,
sem varla þarf að efa. Og til er á Hólum 1525
stikk-hnífur silfurbúinn, sem voru þó sérstaklega bannaðir.
En siðustu mennirnir á viginu, biskup Jón VI. Arason
og síra Björn ríða allýgjaðir landshornanna á milli,
hvernig sem klæði þeirra kunna að hafa verið á litinn.
Aðallega hafa prestafötin verið brún og blá. Kápurnar,
sem Torfi gefur messubræðrum, voru brúnar, en treyja
bróður Marteins er blá. Er Laurentius síðar biskup
Kálfsson kemur á garð Jörundar’erkibiskups 1295, er
liann á rauðum klæðum, og spyr erkibiskup hann
hverju sæti. Laurentius ber við fátækt, sem ef til vill
kann að hafa verið satt, og lætur erkibiskup fá honum
af sér brún klæði sæmileg á hátíðar, og peninga að
kaupa blátt klæði i hversdagsbúning, en skipar honum
að gefa sveini sinum klæðin rauðu3). Af þessu má og
sjá, að erkibiskup hefur borið sömu föt og aðrir
prest-ar. Er Laurentius varð biskup, reyndist hann um þessi
efni vandlátari við sjálfan sig og aðra en hann var áður
um klæðin rauðu, þvi sjálfur gekk hann í kufli
svart-munka, hafði vandlæti mikið um klæðaskurð lærðra
manna, að »þeir hefðu engar sundurgerðir« 4). 1478 er
prestsfatalitur enn blár. Þá er síra Marteinn Einarsson
að ráðstafa flíkum sinum fyrir andlátið, og gefur »Jóni
bróðúr minum bláan stakk« 5). Sérstaklega sýnast prestar
hafa lagt rækt við eitt fat, sem þráfaldlega er nefnt i
sambandi við þá; það er vosstakkurinn. Hvers vegna

meðal annars lagt á pá, er drýgt hafa »hórdóm þann er karlar
eigast við« að »varna við línklæðum« um jólaföstu og
langa-iöstu (D. I. II, 596).

1) D. I. II, 800. 2) D. I. III, 615. 3) B. S. I, 800. 4) B. S.

I, 849. 5) D. 1. VI, 129.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0622.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free