- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
229

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

>ÍR. 6

í HJALTADAL

229

að menn legðu mikla alúð við höfuðfötin. Menn báru
að jafnaði hettu, er ekki var ósvipuð lambhúshettu, og
féll niður um herðar, en gekk á hvirflinum út i totu,
og var hún nefnd strútur. Hann var altaf að lengjast,
og þótti því prýðilegri sem hann var lengri og mjórri,
og var hann loks orðinn dragsiður og vel það, og
brugðu menn honum þá um háls sér, en af því er það,
að hálstrefill er nú sumstaðar nefndur strútur. Prestar
hafa í þessu efni vafalaust tollað í tízkunni, og því er
það, að Gyrður biskup í skipaninni 1359 kveður svo á,
að prestar og djáknar »hafi eigi mjórri1) hettustrúta en
tveggja fingra og eigi siðara en alnar«3). Hvort tekist
hefur að halda strútnum í skefjum, er örðugt að segja,
en hitt er vist, að prestar báru strút alveg fram að
siðaskiptum. Þegar Jón biskupsefni Arason 1522 sendi
sira Þorstein Gunnason á móts við síra Ólaf Gilsson, en
vildi láta sira ólaf halda, að þar væri biskupsefni sjálft,
lét hann leggja yfir hann »sin klæði og húfu með strút
sem þá var visa«3), en þó hefur samt hatturinn þá verið
farinn að bola henni út hér sem annarstaðar, þvi þegar
sira Ólafur sér »biskupsefni«, hneigði hann honum
mjög, og »stakk sinum hatt undir sína hönd«8).
Fóta-hragð presta hefur verið hið sama og leikmanna; þó
hafa skór ekki verið mislitir, eins og þá var siður,
heldur dökkir. 1497 selur sira Einar Ölduhryggjarskáld
Stepháni biskupi »5 par svarta skó fyrir 19 fiska«4).
Ekki er heldur liklegt að prestar hafi mátt bera skó
fneð trjónu fram, eins og þá þótti kurteisi, þó hvergi
sjáist að það hafi bannað verið 5).

Það liggur í augum uppi, að ekki hafa prestar getað

1) í meginmálstextanum stendur breiöari, en neðanmáls í
orðamun mjórri eptir prem góðum handritum, og hefur Matthías
Þjóðminjav. fórðarson leitt athygli mina að þvi, að sá lesháttur
sé réttari, sem óefað er. 2) D. I. III, 129. 3) B. S. II, 318. 4) D.

VII, 378, 5) Hvort munkar hafa haft sérstakan fótabúnað hér,
er ekki hægt að vita, en fundist hefur á Möðruvöllum i
Hörg-árdal skór af munki, og er hann brugðinn eða ofinn. (Geymdur
1 ^jóðminjas. i Rvik nr. 8688).

14*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0625.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free