- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
243

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

243

en fyrst á miðri 15. öld er kórkápan búin að ryðja út
sloppnum sem tíðafati. Sloppar voru aldrei taldir með
messufötum og eru þvi nefndir afaroptSloppar voru
altaf vígðir2). Dómkirkjan átti:
1374. Sloppa tíu.
1396. — — slitna3).
1525. 1) — niu uppgefna8).

2) — nýja átján,

3) Ermasloppa tvo4).

4) Ermaslopp 5).
1550. 1) Sloppa fjórtán.

2) Ermaslopp6).

5) Róket (lat. rochettum, camisia) er hvergi nefnt
’ íslenzkum máldögum nema á Hólum. Upprunalega
var það skósíður serkur, er minni vigslu klerkar báru
er þeir þjónuðu i messu, og var það ýmist nefnt sarcos
eða sarcotium, en smám saman fóru prestar að brúka
það lika, og hötðu þeir það yfir stakk og undir
höfuð-lini, eða slopp eptir þvi á hverju þeir voru. Fjórða
kirkjuþingið í Laterani (1215) ákvað að biskupar skyldu,
er þeir kæmu opinberlega fram, altaf bera það yfir
hempunni, og á 14. öld bera það orðið biskupar einir,
ábótar og aðrir prælátar, og altaf er þeir vinna
biskups-verk, ef messa er undir höfuðlininu, en annars i stað
slopps. Roket var i sniðum sem sloppur, nema hvað
það var með framþröngum ermum eins og serkur, og
á 14. öld var það ekki skósítt eins og i fyrstu, heldur
var það á sídd við slopp, og þó heldur lengra, náði
°fan á miðja kálfa. Það var úr líni, hvitt á lit og að
öllu óskreytt7). Dómkirkjan virðist aldrei hafa átt nema
eitt eintak af þessu fati:

1) Bent hefur verið á, að Wallem ruglar saman slopp og
serk. 2) D. I. III, 523 nefnir slopp óvígðan. 3) Sjálfsagt sömu
°g 1374, 4) Bersýnilega af þessu hafa og verið notaðir
erma-lausir sloppar hér, og þeir verið algengastir; annars mj’ndi ekki
vera tekið til, ef sloppar væru með ermum, heldur hitt, ef þeir
vaeru ermalausir. 5) Sá er í biskupskistu, og því óefað ætlaður
honum eða kapelán hans. 6) Sami og nefndur var 1525. 7) Nú
€r þetta fat hið prýðilegasta, með knipli og dýrum vefnaði.

16

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0639.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free