- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
250

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

250

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

Bastard var persneskur silkidúkur, sem dró nafn
sitt af borginni Balsora (Batsra, Bassora) og var með
svipuðum hætti og baldurskinn, enda hefur það silki
óefað einnig verið kallað heiðið.

Bukram var ullardúkur, og blandað í mjúkum
geit-arhárum, mjög þjáll og fallegur, og dró hann nafn af
borginni Buchara í Turkestan, og var hann á latínu
nefndur bocaranum eða boqueranus, á frönsku bougran
(bogram, barragan, bocarani, pukeranum, gogreni,
go-gran)1), en um gerð hans vita menn að öðru leyti litið.

Flugel er svo alþekt, að ekki þarf að lýsa þvi; var
það mjög notað í skrúða á 14., 15. og 16. öld,
sérstak-lega svonefnt sniðið (geschnittenes) flugel, sem var með
mislitum rósum. Var slikt efni italskt i hökli þeim og
tveim dalmatikum, sem kallaðar eru með rósaflugel í
Hólamáldaganum 1550, og biskup Jón VI. Arason lagði
til. Er hökullinn til í þjóðminjasafni Dana2), en önnur
dalmatikan i Þjóðminjasafninu í Reykjavik3), og er
búið að breyta henni í hökul; er munstrið sérkennilegt
fyrir þann tíma (granateplamunstur).

Fustan var bómullarefni, hét á latinu fustanum»
á frönsku futaine og á ítölsku fustagno. Þótti það
all-sæmilegur vefnaður, en um gerð hans er lítið kunnugt.
Gæti hann dregið nafn sitt af latneska orðinu fustis —
póstur — af því að randir væru í vefnaðinum (reps).
Svo gæti það og verið af Fostat, nafni á bæ skamt frá
Cairo4), sem nú er undir lok liðinn. Væri svo, hefur
það verið þunnur, rauðleitur bómullarvefnaður6).

Guðvefur, á engilsaxnesku goþwef, sennilega fyrir
cotwef, en cot dregið af cotta, sem á miðaldalatínu
þýðir bómull. Eptir þessu hefur guðvefur verið
bóm-ullarvefnaður. Var bómullarvefnaður notaður mikið í
messuföt á miðöldum, bæði hér og annarstaðar. Var
þó sá vefnaður mjög ósvipaður bómullarvefnaði vorra

1) Weiss: Kosliimkunde (Stuttg. 1862) bls. 547. 2) Nr. 16045.
Mynd hjá Wallem bls. 124. 3) Nr. 6026. 4) Weiss: Kosiumkunde
(Stuttg. 1862) bls, 404. 5) Ibid.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0646.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free