- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
268

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

268

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

orðinu pilingellus, sem merkir áhald, sem eitthvað er
bundið viðVisa ólafs Tómassonar held ég, eins og
áður er tekið fram, að eigi við hökulinn og
dalmatík-urnar, en ekki jafnframt við kápuna, sem litlu máli
skiptir. Höfundur segir á bls. 42, að kantarakápur hafi
liklega verið teknar á Sauðafelli; til þess bendir ekkert.
Af kirkjugripum var tekið ein messuklæði og kaleikur.
Höf. furðar sig á þvi, hve fáar voru kápur á Hólum
1550, sem vonlegt er, en það hlýtur að vera af því, að
máldaginn greinir ekki alt. Höf. tekur það fram bls.
40, að engin óbrengluð forn kórkápa af Islandi sé til
nema Hólakápan, en til er meginið af einni kápu —
er það Reykhólahökullinn2), og á Reykjavíkur-s) og
Þingeyrahöklunum4) eru bútar af kórkápuborðum og
skildi. Þessar upplýsingar á ég höf. sjálfum að þakka.
Hér verður að taka það fram, að kórkápan var eins
og hökullinn sniðin ad quadratum. Til skýringar á
orð-unum kórkápa og kantarakápa þykir hlýða að segja
nokkuð gjör af notkun hennar. Var hún upprunalega
fat smáklerka á sama hátt og sloppurinn, og voru þeir
á henni, er þeir sungu á kórnum, þ. e. a. s. voru
can-tores, svo hefur og verið hér, þar af kantarakápa =
cantoriskápa, sem kemur fyrir allopt i D. I. Á 11. öld
tóku prestar og biskupar einnig að nota kápurnar og þá
við öll önnur tækifæri en messugjörð, sérstaklega við
tíða-söng á kórnum, og um leið smálagðist niður að
smá-klerkar notuðu þær; breyttist þá og heitið með breyttri
notkun i kórkápa, en þó hélzt forna nafnið alla tið og
var algengast. Kórkápa er fyrst nefnd 14615), og má af
því ráða, að þá hafi kórkápan verið orðin presta- og
biskupaflik, en hætt að vera smáklerkafat, og má af
því enn fremur sjá, hve lengi sá siður hefur verið að
berast hingað. Kór- eða kantarakápur voru einnig
nefnd-ar kápur og var það allalgengt6). Hóladómkirkja átti:

1) Sbr. orðabók du Canges. 2) Þjóðminjas. ísl. nr. 2458.
3) Pjóðminjas. ísl. nr. 5593. 4) Pjóðminjas. ísl. nr. 1719. 5) D.
I. V, 309. 6) T. d. D. 1. III, 304.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0664.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free