- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
277

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

277

sinu: «Mitrið er fyrst til komið um miðja 10. öld,
og upp runnið úr Rómi, og breiðist þaðan kringum
árið 1000 út um önnur vesturlönd, en áður var enginn
biskupshöfuðbúnaður til á vesturlöndum, hvorki heilagt
höfuðband né djásn«*), eins og sumir hafa haldið fram.
Rer hann aðallega það fyrir sig, að Amalarius af Metz
nefni hvergi mitur, og að Pseudoalcuinus (lok 9. aldar)
beinlinis þvertaki fyrir að slíkt höfuðfat hafi verið til
um hans daga, og eins að mitur sé ekki nefnt í skjölum
fyrri en i búllu Leós páfa IX. til Eberhards af Trier
1049. Sá er þetta ritar hefur ekki fyrir sér rit
Pseudo-alcuini, svo hann getur ekki sannprófað hvort Rraun hafi
rétt eptir þeim höfundi eða misskilji hann, — sem þó
varla þarf að gjöra ráð fyrir. En rétt er það, að
Ama-larius minnist ekki á mítur i riti sinu »De ecclesiasticis
officiis« II. bók kap. 15—25, og ekki heldur í kap. 262),
þar sem þó fastlega mætti við því búast, og kemur það
vel heim við skoðun mína, þvi Amalarius deyr 836, og
fyrsta skjal, sem ég veit nefna mitur, er frá 846. Amalarius
sannar þvi eins og skjölin það eitt, að mítur hafi þá ekki
verið orðinn partur af biskupsbúningi (ornatus integer),
heldur sérstakt heiðursmerki veitt af páfa. Það er
hins-vegar sannanlegt, að mitur var farið að nota utan
Róm-ar fyrir miðja 9. öld — það er að segja rúmum 150
árum fyr en Rraun heldur, — þvi mitur er nefnt í
páfa-búllum frá 846 og siðan, og getur vel verið fyr, þó hér
séu ekki gögn fyrir hendi til að rannsaka það. 846
veitir Sergius páfi II. Ansgaríusi erkibiskupi í
Ham-borg pallium: »Vér skipum svo fyrir að þú og allir
eptirkomendur þinir á Hamborgarstóli skuli bera
pal-lium« — og svo eru tilteknir dagarnir er það skuli
gjört — »og skreyta höfuð þitt mitru og láta bera kross
fyrir þér«3). 1 þessu bréfi er mítrið ekkert nýtt hugtak;

1) Braun: Paramenlik 165. 2) Migne CV 1095—1102. 3)
»Decernimus quoque tibi .... ornari .... caput tuum
mitra, portare ante te crucem«, D. I. I, 26, prentað eptir
Lappenberg (f 1865) Hamburgisches Urkundenbuch I, nr. XI.

18*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0673.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free