- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
279

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

279

Það er því vafalaust, að ísleifur fyrsti íslandsbiskup
hefur aldrei borið mitur, en hann fékk biskupsvígslu
af Aðalbert þeim, er að ofan getur, 1056 eða ári siðar,
en Victor páfi staðfestir rétt hans til að bera mítur.
Það er jafnvel alls óvist, hvort þeir Gizur eða Jón
I. Hólabiskup hafi mítur borið; að Jón er með
mít-ur á Hólahandlininu þarf ekki að koma til af öðru
en því, að þegar handlinið var gjört, voru islenzkir
biskupar altaf með mitur, en það er saumað fyrir eða
um 1300. Gefið er og, að flökkubiskupar þeir, er hér
komu fyrir og eptir árið 1000, hafa míturlausir verið.
Nú segir að Aðalbert hafi fengið Isleifi »alla þá reiðu,
er hann þurfti að hafa með biskupstign« x), og sama
segir að Hartvíg Magdeborgarbiskup hafi fengið
Giss-uri2), en fleira var biskupsreiða en mitur. Þrjár
mítur-gerðir hafa verið til, og vafalaust allar þekst hér. Sú
hin elzta gerð var kollhúfa, ýmist uppmjó eða kollótt,
með hlaði um og böndum lafandi niður að aptan.
Hélzt þetta lag langt fram á 12. öld, Á 12. öldinni risa
upp úr húfunni á báðum hliðum tveir hólar, sem mjög
fljótt urðu að hvössum oddum, og lá band yfir miðja
húfuna upp úr hlaði, svo húfan héldist niðri i
miðj-unni. Á miðri 12. öld er húfunni snúið, svo að hornin
risa upp af enni og hnakka, og er þar með komið
mítrið í þeirri mynd sem það enn tiðkast. Var mítrið
sniðið »ad quadratum«, áður en renaissancinn kom til,
og voru hliðarjaðrarnir ýmist lóðréttir eða slúttu fram
yfir sig. Að sama skapi sem hökullinn var minkaður,
hækkaði mitrið, uns það á baroktímanum var orðið
að fáranlegu bákni. Á miðöldunum voru mitrin 19—35
cm. á hæð og úr dýrum vefnaði útsaumuðum,
margvis-leg að lit. Biskuparnir á Hólafordúknum eru tveir með
blá mítur, en einn með rautt. Á Möðruvallabrikinni eru
allir biskupar með hvít mítur; eins er Guðmundur á
Ólafsmyndinni frá Vatnsfirði. Og hið eina islenzka
mitur, sem til er3) og er frá Skálholtsdómkirkju, er

1) B. S. 62. 2) Ibid 67. 3) PjóðmÍDjasafn Dana nr. 99.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0675.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free