- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
286

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

286

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

biskupar og prestar. Svo var og hér á landi, þvi nefndir
eru knjádúkar annarstaðar en á biskupsstólum og
klaustrum, reyndar aðeins tvisvar1), en úr því hans
er svo sjaldan getið í máldögum kirkjunnar, mun
hann hafa verið fátiður hér. Hann er notaður enn í
dag2). Hóladómkirkja átti
1374. 1) Knjádúk.

2)–glitaðan hálf átta alin8).

1396. –.

5.) Eldböllur (calefactorium, pomma calefactoria)
var kúla, hol að innan; var hún fylt með kolaglóð —
sumstaðar með heitu vatni, — svo prestur gæti yljað
sér meðan á messunni stóð; annars gat hann í
óupp-hituðum kirkjunum að vetrarlagi orðið svo loppinn,
að hann steypti niður kaleiknum, sem þótti mikið
ó-happ. Sérstaklega voru það hefðarklerkar, sem
not-uðu hann, og þjóðhöfðingjar notuðu hann einnig. —
Með klerkum er þetta áhald nú úr sögunni, en hjá
þjóðhöfðingjum tiðkast hann enn, og er nú orðinn að
skartgrip, sem hafður er til að tákna vald konungs,
svonefnt rikisepli. Hóladómkirkja átti
1374. Koparböll gyltan.
1396. Eldböll.
1525. Calefactorium.

1550. – *).

Nafnið i máldaganum 1396 ber það með sér, að áhaldið
var hér hitað með kolaglóð. Wallem 5) segir: »da dette
redskab opregnes mellem bispeskrud som bispestav og

1) D. I. II, 679, IV. 104. 2) Wallem bls. 126 segir aö svo
litlar upplýsingar séu um knjádúkinn, að ekki sé hægt að vita
til hvers hann hafi verið notaður. Auk pess sem hann er
not-aður enn, lýsir Grandisson biskup honum og notkun hans
ná-kvæmlega í kirkjuskipan sinni 1339. Sama gjörir Durandus í
Rationale, og er þetta gott sýnishorn af Wallem. 3) Hvernig
á pessari óralengd stendur, er ekki gott að gjöra sér grein fyrir.
Ef til vill hafa djáknar biskups átt að njóta góðs af pví lika,.
er peir sátu með honum, og er pó ótrúlega langt. 4) Öll árin
sjáanlega sami hluturinn. 5) Bls. 84.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0682.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free