- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
314

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

314

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

pendium með gliluðum dúkumw1), og stundum við
brún-ina lika: »þrenn antependia háaltaris með dúkum og
fordúkum«’) og var það alsiða annarstaðar um þær
mundir5). Máldagar Hólakirkju nefna aldrei antependia,
hvernig sem á þvi stendur, vitanlega þó ekki af því
að hún ætti engin, enda er hinn margnefndi fordúkur
Þjóðminjas. Isl. nr. 4380 frá Hólum (Hólafordúkurinn),
og hefur kirkjan vafalaust átt fleiri.

Brúnir, fordúkar (frontellum, aurifrisium, prætexta)
voru borðar, sem lágu meðfram fremri brún altarisins
og voru ýmist lausir*), áfastir við antependium, eða
við dúkana: »12 altarisdúkar og á þessum ein slitin
brún«5). Var brúninni ætlað að hylja samskeyti milli
dúka og antependium eða tabúlu. Brúnir eru og
nefnd-ar með kirkjutjöldum. Altarisbrúnir voru
afarskraut-legar að öllum búningi, og þó hvergi sé um efnið getið,
hefur það fráleitt verið siðra. Sérstaklega sýnist það
hafa verið tízka að hafa þær sprangaðar (með
silfur-plötum). Nefnd er brún og lagður á borgarbúnaður
gyltur með silfur6), með gyltum peningabúnaði7), með
silfurskjöldum og perlum8), með silfurbúningi forgylt9),
með 10 skjöldum með silfur og tveir smápeningar milli
hvers skjaldar10), með látúnsskjöldum11), með gullhlað")
og gulllögð18), svo og fitalögðu); er það sama og
pital-lagður15), sem dregið er af petalum á miðaldalatinu og
þýðir gullplata; er það því sama og sprangaður. Aðeins
ein altarisbrún af íslandi frá þessum timum er nú til;
hún er frá Reykjum i Tungusveit16); er hún krossofin og

1) D I. II, 691. 2) D. 1. III, 213. 3) Braun: Paramenlik II.
útg. bls. 195. 4) T. d. D. /. I, 402. 5) D. I. III, 502. 6) D. I. IV,
100. Með pessu er óefað átt við búnað með múr(vígis-)lögun,
sem allalgengur var í útsaumi, t. d. á hökulkrossi í Maríukirkju
í Danzig og handlini í kirkjunni i Pontigny á Frakklandi.
7) D. I. V, 631. 8) D. /. V, 308. 9) D. 1. V, 307. 10) D. I. VII, 41.

11) D. /. IX, 317. 12) D. /. V, 308. 13) D. /. V, 345-6. 14) D. I.
III, 570. 15) D. /. II, 635. 16) Pjóðminjas. ísl. nr. 51.
Altaris-brúnin í sama safni nr. 1145 frá Skálholti er óefað frá
miðöld-um, en hefur þá verið hlöð á kantarakápu að dómi Matth.
Þórðarsonar þjóðminjav. og hefur hann óefað rétt fyrir sér í því.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0710.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free