- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
324

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

324

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

orð: »Et obscuratus est sol et velum templi scissum
est mediuiiKc1). Var það úr ýmsu efni: ull, barchent»
silki, og með ýmsum lit og klofið í miðju. Var það
aðallega fyrir háaltari, þó einnig kæmi það fyrir fyrir
útölturum, og var það á þýzku nefnt »Hungertuch« —
hungurdúkur3). Hér á landi er nokkuð opt nefnt
föstu-tjald8) og langaföstutjald4), og nefnt er föstutjald bæði
frammi í kirkju og fyrir háaltari5), svo auðséð er, að
það hefur einnig verið notað fyrir útölturum.
Hóla-dómkirkja átti:

1525. Föstutjöld tvö, annað vont.

1550. –- með sprang, en mestur hluti nýr,

þó nokkuð fornt utan með6).

3.) Lektaradúkur (pulpitale) var renningur, sem
breiddur var yfir lektarana og náði hann niður að gólfi
bæði hið fremra og eptra, en var jafnbreiður
lektaran-um. Voru lektaradúkar afaralgengir hér sem
annar-staðar og nefndir ýmist lektaradúkar7) eða
lektara-tjöld8). Lektaradúkar eru nefndir óvígðir9) og hafa þeir
eptir þeim bókum verið vigðir hér, en það er nú fátítt.
Annarstaðar voru þeir úr allskonar efni og með
alls-konar lit. Hér eru nefndir lektaradúkar glitaðir10),
sprangaðir11), glitaðir og sprangaðir12), blámerktir18)
og með röndum14). Nefndur er lektaradúkur hálf sjötta
alin15) og má af þvi marka hæð lektarans, — liðug
2Va alin islenzkar. Hóladómkirkja átti samkvæmt
mál-daganum

1396. Lektaradúka 3 glitaða,
en hefur vitanlega átt miklu fleiri.

4.) Fontklœði. Á laugardaginn fyrir páska vigði
prestur skirnarvatn til ársins16) og var það geymt í
fontinum alt árið. Varð siðan að gæta þess vandlega,

1) AM. 266, 4to. 2) Braun: Paramentik II. útg. 234—5. 3) T.
d. D. I. II, 441. 4) T. d. D. I. II, 445. 5) D. I. V, 308. 6) Lagt
til af biskup Jóni. 7) T. d. D. I. II, 693. 8) D. I. I, 420. 9) D. I.
III, 171. 10) T. d. D. 1. II, 482. 11) T. d. D. I. II, 635. 12) D. I.

V, 631. 13) D. I. III, 514. 14) D. I. V, 299. 15) D. I. V, 308.
16) Sjá AM. 266, 4to bls. 3.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0720.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free