- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
334

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

334

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

um og tyllidögum hefur sótdriptinni verið svipt af.
Óefað liafa sótdriptirnar verið svo frágengnar að lýti væri
ekki að, sem ráða má af því að nefndar eru sótdriptir
blámerktar með tjöldum1). En þrátt fyrir sótdriptir
og dúka hafa engin islenzk tjöld geymst nútiðinni.

10.) Gólfábreiður (substratoria) voru á
miðöldun-um tiltölulega fátiðar bæði hér og annarstaðar. Yar það að
vonum úti í löndum, þar sem gólfin opt voru skinandi
listaverk (mosaik o. s. frv.), en ekki er gott að gizka á,
hverju hér hefur valdið. Einkennilegastar og algengastar
gólfábreiður eru bjarnskinnin. Voru hvitabjarnarskinn,
að þvi er Olaus Magnus segir, höfð á altarisþrepum2).
Bjarnfell8) og bjarnskinn’4) eru nefnd opt, og er jafnvel
stundum greint svo nákvæmlega frá, að nefnt er
bjarn-skinn af hún5); optar er þó farið miður nákvæmlega í
sakirnar og látið duga að kalla það fótaskinn6) þó
efa-litið sé átt við bjarnskinn. En ekki var bjarnfeldum
ætlaður sá starfl einn að verja fætur kennimanna kali.
Þá var sá siður, að þeir sem höfðu útistöður, það er
að segja, vegna aíbrota sinna áttu ekki kirkjugengt,.
stóðu berfættir fyrir kirkjudyrum, og var sá siður hér
á landi, að fá þeim bjarnfeld til að standa á, svo að
þeir króknuðu ekki með öllu út af7). Nefnd er og
ábreiða8), ábreiðsl9), fótaklæði10), kögur11) og salún12),
og segja þau nöfn öll vel til sin nema salún, enda er
sagan af þvi bæði merkilegt og skemtilegt sýnishorn af
refilstigum málsins. Svo sem minst hefur verið á, voru
likaábreiðsl opt úr salúni og drógu af því heitið lika-

1) D. /. II, 455. 2) »Ita et de reliquis animalibus damnosis

in tota Septentrionáli plaga observatur, salvo quod pelles
gran-dium ursorum præsærtim alborum, scabellis sacrorum altarium,
ne frigus sacerdotibus noceat, substernentur«. Olaus Magnus: De
gentibus septentrionalibus historia. Amberg 1599. Lib. IV, cap.
XVI, bls. 157. 3) T. d. D. I. II, 469. 4) T. d. D. I. II, 453. 5) D.
/. III, 550. Registur \ið D. I. V nefnir «bjarnfeldur á altari«, en
pað er tekið ranglega saman. 6) T. d. D. I. II, 427. 7) B. S. I,
855. Sbr. Skriptabréf sira Pórðar Roðbjartssonar 1431 D. I. IV,
457. 8) T. d. D. /. IV, 374. 9) T. d. D. I. II, 459. 10) T. d. D. L
II, 474. 11) D. I. III, 553 og víðar. 12) T. d. D. /. II, 635.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0730.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free