- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
336

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

336

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

kirkjusiðunum á pálmadag, þá með einu orði. Ekki er
og heldur neitt atriði i helgisiðunum, það er gefi
visbendingu um nokkra þörf á slíkum sérstökum
dúk-um, og er því blátt áfram ógjörningur að gjöra sér
með vissu í hugarlund við hvað er átt. Ef til vill gætu
dúkarnir hafa verið hafðir undir greinarnar sem vigðar
voru á pálmadag, þó hvorki sé þörfin brýn né greinileg.

Enn átti Hóladómkirkja

1525. Himna tvo.
Frá þvi á 12. öld hafði verið siður að páfinn léti bera
yfir sér himin (baldachinum). Er Kristslikamadýrkunin
fór að magnast eptir að lögtekinn var dýridagur, var
farið með guðslikama i processium undir himni, er fjórir
menn báru á stöngum, og var það orðið alsiða á 14.
og 15. öld. Það er óefað átt við tvo slika himna hér,
og hafa þeir verið fágæti. Magnús lagabætir gaf Árna
biskupi Þorlákssyni «baldiken það, sem hann gaf herra
Runólfi í Veri ábótatc1). Hér gæti auðvitað verið átt við
himin, orðanna vegna, en vegna timans (lok 13. aldar)
verður að álita að átt sé við silkiefnið austræna með
þvi nafni.

Það hefur fráleitt verið fátitt að kirkjur væru
for-sjálir búmenn og ættu efni bæði i föt og dúka, þvi að
ekki var þá, eins og nú, hægt að fara í búðina, ef
eitt-hvað vantaði, enda eru þess dæmi, að kirkjum hafi
verið gefin fataefni og það rikulega. í erfðaskrá Björns
Jórsalafara 1405 segir: »Item gefur eg kirkjunni í
Vatns-firði 12 stikur með bleikt lérept til messuklæða og þar
til hökulsefni«2), en það var ekki lítið sem mátti gjöra
af messuklæðum úr 12 stikum (riflega 10 m). Á
dóm-kirkjunni hlaut þetta að vera sérlega nauðsynlegt, því
hún gat þurft að sjá öðrum kirkjum fyrir skrúða, en
þar eð enginn gjaldeyrir var til í landinu, varð hún að
hafa auðæfi sin i einhverju og voru dúkar sæmileg eign,
enda opt notaðir til greiðslu í viðskiptum manna á meðal
einmitt af kirkjulegum stofnunum8). Hóladómkirkja átti

1) B. S. I, 713. 2) D. I. III, 702-3. 3) T. d. D. I. V, 722.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0732.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free