- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
340

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

340

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

2) Silfurkaleika 19 með patínum.

1550. 1) Gullkaleik hálfa níundu mörk1).

2) Kaleika átta með patínum.

3 )–litla fimm’O.

4) Kaleik einn8).

Laurentius biskup lét gullsmið þann, er Eyjólfur
hét, smiða handa dómkirkjunni kaleik sæmilegan, sem
gæti verið annar þeirra gullkaleika, sem dómkirkjan á
1374. í þessu sambandi má geta þess, að Wallem tekur
það réttilega fram, að ekki bendi neitt á, að hér á
landi hafi verið notuð sia við kaleiksvinið eða að
leik-menn hafi drukkið blóðið um pipu, og er það sizt að
furða, því sá siður var aldrei til á Norðurlöndum, sem
hann vill þó láta hafa verið4). Ber hann fyrir sig,
að í skrá yfir gripi, sem teknir hafl verið um
siða-skiptin á ólafskirkju í Wisby á Gotlandi, sé nefnt: »1
Rorichin do man spollinge dorch gegeben«. Þennan
stað hefur hann þó misskilið, þvi þetta þýðir: »pipa, sem
þeim er spilla niður er gefið um«, og er það auðséð,
að þetta er ætlað örvasa prestum, svo þeir steypi ekki
niður sakramentinu, er þeir syngja messu, en það þótti
hið mesta óhapp, ef slikt bar undir, og hlauzt af
margs-konar bjástur og umstang, svo sem getið er. Á sama stað
segir Wallem, að á Tjörn sé 1394 nefndur spónn til að
»fiytja ofláturnar úr huslkerinu«. Er þessi skýring á
brauðspónum röng, sem minst gjörir til, því þeir
tíðk-uðust aðeins í austurlenzku kirkjunum. Spónninn á
Tjörn er reykelsisspónn.

Sakramentið var framleitt i kaleik og á patinu undir
messu, en aldrei utan. Fyrir því varð að geyma það,
svo að það væri sjúkum til reiðu milli messna. Sá
sið-ur var hér á landi jafngamall kristni, og brann fyrsta
Hólakirkja, sú er Oxi bygði á árabilinu 1050—1106, upp
»með öllu skrúði sinu og leyndum dómi guðs« )•

1) Þetta er kaleikurinn, sem danskir rændu á Hólum og
biskup Gottskálk lagöi til. 2) Biskup Jón Iagði til. 3) Var
tek-inn i Sauðafellsreið. 4) Wallem 76. 5) Sjá bls. 8 i þessu riti.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0736.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free