- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
343

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

343

manns hafa með sér viaticum1) hreinlega geymt i
hand-hók og bera sjálfur fyrir sér á brjósti bæði til kirkju
og frá og eigi öðrum i hendum fá, nema prestur sé
eða djákn«2). Auðséð er, að hér hafa báðar aðferðirnar
verið hafðar, þvi allopt eru nefndir huslpungar8) eða
pungar4), og hafa þeir verið vandaðir eins og sómdi,
enda er nefndur bæði huslpungur með pell5) og
silki-pungur6), en um geymslu sakramentisins i handbók
segir Hólamáldaginn 1550 glögglega. í huslkerjum og
öðrum sakramentishirðslum átti Hóladómkirkja:

1374. 1) Propitiatorium Mariu með silfur.
2) Stéttarker.

1396. 1)’ Propitiatorium litið.
2) Stéttarker gylt.

1500. Propitiatoria 2 úr silfri gylt.

1525. 1) Propitiatorium7) stórt forgylt.
2) –1 lítið með silfur.

1550. Propitiatorium8) með silfur, sem hafa má í
handbókarhúsum9).

Eptir að festum corporis Christi — dýridagur,
nýja-hald — var orðið lögmætur helgidagur um alla kirkjuna,
er eins og breytist dýrkun altarissakramentisins og taki
stakkaskiptum á ytri manninn. Sakramentið er úr þvi
ekki aðeins »guðslikami, er kallast englabrauð og
veg-farandi manna fæða«10), heldur verður það nú
nokk-urskonar helgur dómur, sem það reyndar altaf hafði
verið, en nokkuð i sama skilningi og dómar helgra
manna. Helgir dómar voru hafðir til sýnis á altarinu
og bornir i prósessium, og varð úr því að koma
sakra-mentinu fyrir i þar til hæfu keri. Um nokkurt skeið
höfðu i útlöndum þekst svonefnd monstrantia eða osten-

1) Vegarnesti. Svo er sakramentið nefnt, er pað er fært
deyj-andi mönnum. 2) D. I. II, 527. 3) T. d. D. I. II, 404. 4) T. d.
D. I. III, 522. 5) D. I. IV, 196. 6) D. I. III, 288. 7) í textanum
stendur proíiciatorium. 8) í textanum stendur prostorium. 9) Er
hér átt við huslker, sem bera má sakramentiö í til sjúkra, og
sésf, að það var haft i húsunum, en ekki í bókioni sjálfri
10) Sjá B. S. I, 249.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0739.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free