- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
347

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6 í HJALTADAL 347

en óvist er hvort nokkurt þeirra er frá miðöldum, og
eitt þeirra er með ártalinu 16681), en er þó sennilegt,
að þau hafi altaf verið svipuð; eru það tangir með
löngum sköptum, með breiðum, ferstrendum kjapti;.
i hann var deiginu helt og sem snöggvast brugðið i eld.
Oflátujárn það, sem þar er til2), er bersýnilega mjög
ungt. Oflátubuðkar frá miðöldum þekkjast engir.
Hóla-dómkirkja átti:

1374. Baksturmunnlaug8)
1396. 1) Baksturjárn fimm.

2) Sáðajárn4).
1525. 1) Baksturjárn þrjú.

2) Öskjur fjórar6).
1550. 1) Baksturjárn þrenn.

2) Eskjur tvær5).

Hér má geta um einkennilegt áhald, þó
Hóladóm-kirkja eigi það ekki, og það er aðeins nefnt einu sinni,
á Saurbæ á Kjalarnesi 1220; það er skafjárn6); er það
nefnt innan um eintóma kirkjugripi og auðséð, til hvers
það er ætlað. Svo segir i skipan Eilifs og Jóns: »Með
allri geymslu skulu prestar sjá að engi óhreinindi komi
i kaleik, og að engi dropi megi úr honum koma de
sanguine Christi (þ. e. af blóði Krists) á klæði eður á
altari. En ef fyrir sakir vangeymslu kemur á corporale
eður á altarisblæju, þá skal þvo yfir kaleik með
þrenn-um vötnum, og skal þá ablutionem (þ. e. eiginlega
úr-þvætti, þvottavatn) sjálfur prestur taka, en ef á altari
kemur eða á öðrum stað eður stein, þá skal prestur
þann dropa, sem gjörst hann má með tungu sinni
af-sleikja og skafa siðan eptir eða telgja og brenna spón-

1) Nr. 4036. 2) Nr. 5551. 3) Vafalaust skál til að geyma í
bakstur; hann hefur sjálfsagt verið uppgangssamur á Hólum.
Wallem heldur bls. 78, að þetta sé áhald til að baka oflátur i,.
en það nær engri átt; þær voru bakaðar í járni — annars hefðu
þær orpist. 4) Hér er vitanlega um einhverja misskript að ræða,
en pað er nefnt í sama andartaki og baksturjárnin og hlýtur
þvi að vera oflátujárn. 5) Sýnist ekki geta verið annað en
oflátubuðkar. 6) D. I. I, 402.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0743.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free