- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
364

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

364

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

Ijós1). Hefur eptir þeim bókum nægt eitt kerti;
hins-vegar er enginn vafi á því, að hámarki ljósadýrðarinnar
er náð með þeim 30 kertum annars hundraðs (150),
sem loguðu er Þorlákstíðir voru sungnar fyrst, þvi það
er tekið til marks um ástúð manna við dýrlinginn2).
í flestum eldri máldögunum eru ákvæði um lýsingu
kirkna og flest á þá leið, að lýsa skuli kirkju frá
Maríu-messu hinni fyrri (15. Aug.) til hinnar siðari (8. Sept.)
fyrir helga daga, en úr því h verja nótt, unz líður páskavika3).
Oftastvorukertináaltarinutvö. Durandussegir:
»Incorni-bus altaris duo sunt candelabra constituta — mediante cruce
faculas ferunt accensas«4) og kemur það heim við myndina
i efra vinstra horni Möðruvalla-tabúlunnar; þar er verið að
syngja messu við altari með tveim kertastikum. Heitið var
kertistika5) eða stika6) og voru þær úr ýmsu efni, með
járn7), messing8), kopar9), pjátur10), blý11), tré12);
tré-stika steind18) og rendu), járnstika tinuð15), koparstika
smelt16) eru nefndar, og nefndar eru kertastikur
flæmsk-ar17). Venjulega voru kertastikurnar allháar stangir (um
30 cm, en þó hærri eða lægri) á breiðum fæti og
breikkuðu þær að ofan út i plötu, en upp úr henni
járntittur 3—4 cm og á hann var kertinu stungið. —
Engir stjakar islenzkir frá miðöldunum eru nú til, en
fætur undan tveimur eru til frá Saurbæ og eru í
róm-önskum stil forkunnar fallegir, svo og stjakabrot
jarð-fundið18). Messustikurnar tóku aldrei nema eitt kerti bver
og stóðu aptan til á altarinu, undir brikinni, ef hún var
nokkur. En stikur voru og hafðar endra nær á
öltur-um og gátu þær þá verið með ýmsu móti, aðallega
með fleiri pipum. Nefndar eru stikur fyrir 4 ljós19),
8 kerti"), 11 kerti31) og þar fram eftir götunum, og

1) D. I. I, 243-4. 2) B. S. I, 313. 3) T. d. D. I. 275. 4) Du-

randus fol. vij recto. 5) T. d. D. I. I, 256. 6) T. d. D. I. IV, 372.

7) T. d. D. I. II, 683. 8) T. d. D. I. II, 66. 9) T. d. D. I. II, 576.

10) T. d. D. 1. IV, 372. 11) T. d. D. I. IV, 685. 12) T. d. D. I. II, 468.

13) T. d. D. I. II, 467. 14) T. d. D. I. IV, 172. 15) T. d. D. I. HI,

446. 16) T. d. D. I. IV, 74. 17) T. d. D. I. IV, 113. 18) Pjóð-

minjas. ísl. nr. 6269 a—b, 6704. 19) D. I. IV, 62. 20) D. I. V,

279. 21) D. I. IV, 195.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0760.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free