- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
376

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

376

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

virðist hér á landi hafa verið kent við írland og smeltir
krossar optast nefndir irskir krossarJ). írskum krossum
er í ritgjörð um Skálholtsbiskupa, ritaðri 1593, lýst svo,
að þeir séu gjörðir af leiri og smeltir í steinar2). Þótt
lýsingin sé röng, sést þó á henni, hvað við er átt, smelta
krossa með bjargkristöllum eins og krossinn i Þjóðmenjas.
ísl. nr. 7032 og krossa sama safns nr. 788 og 1499, en
smaltið hefur i augum höf. orðið að leir. Nefndur er
og «irskur kross brotinn og úr steinarnir sumir«3),
bendir það alt á einn veg. Með orðinu guðspjallakross4)
mun ekki ált við neinn sérstakan frágang, nema hvað
hann var prýddur merkjum guðspjallamannanna, sinu
á hvorri álmu. Orðið hlaðkross i registrum
Fornbréfa-safnsins er einkar villandi, það er ekki krossmark,
held-ur kross á fati, messufati eða altarisklæði. Til var að
hafa krossróður i fötum, þvi nefndir eru krossar
klædd-ir5) og óklæddir6) og var jafnvel brugðið silfurbelti yfir
um þá 7). Eins og getið er voru krossar hafðir á
öltur-um, og voru þeir ýmist lausir við þau eða fastir og
stóðu þá á stalli8) eða undirstöðum9) og hafa þeir þá ef
til vill verið i bríkarstað. Einn slikur kross frá
mið-öldunum er til i þjóðmenjasafni voru10), er hann frá
Haga, gjörður úr eik og ef til vill islenzkur. Annar er
þar og smeltur með steinum u). Aðrir róðukrossar, sem
safn vort á nú, með undirstöðum, eru allir gerðir upp
úr bríkum eptir siðaskiptin12). Hins vegar eru til i
safninu brot af krossum og róður af krossum, sem verið
hafa með undirstöðum 18) og eru sumir með gotneskri,
aðrir með rómanskri gerð, ýmist úr tré eða kopar,
smeltir eða lagðir málmþynnum. Fyrir processium voru
bornir krossar á háum stöngum; nefndur er kross á
stöng14) og kross og silfurbúin stöng undir15,). Á þessa

1) T. d. D. I. III, 527. 2) B. S. II, 248. 3) D. I. VI, 333. 4)
T. d. D. I. III, 241. 5) D. I. III, 87, III, 241. 6) D. I. III, 87. 7)
Sjá »hulduklæöi«. 8) T. d. D. I. III, 242. 9) T. d. D. I. III,
92-10) Nr. 2062. 11) Nr. 7032; lýsing í Á. í. F. F. 1918 33-35. 12)
Nr. 2070, 2090, 2134-38. 13) Nr. 240, 262, 788, 1855, 2139, 2445,
4499, 4751. 14) D. I. IX, 305. 15) D. /. IV, 48.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0772.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free