- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
378

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

378

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

ur verið lagður málmþynnum bæði framan og aptan.
Af þessu er þó varla ályktandi um það.
Kirkjugrip-ir miðaldanna eru sjaldan með »ranghverfu«. Krossar
voru hafðir viðar en á öltörum. Sérstaklega var algengt
að hengja stóra krossa í eða yfir kórdyrum. Svo eru
nefndir »stór kross yfir kór« *), »kross frammi á kór« 2),
»kross yfir kórdyrum«3) o. s. frv. Af slikum krossum
eru nú ekki til nema tveir, sem með vissu eru frá
mið-öldunum; þeir eru i þjóðmenjasafni voru nr. 4795 og
1581. Hinn siðarnefndi fanst i helli, norður i landi;
heíur verið fólginn þar svo hann ekki lenti i
hershönd-um siðaskiptamanna. Það eru þvi fleiri en Gissur
Ein-arsson, sem hafa amast við krossmörkunum.
Klaustur-hólakrossinn4) er sami krossinn, sem getið er um bjá
Wallemp), hann er frá því eptir siðaskiptin, gerður í
Hamborg 1592, og hefur á honum staðið:

Effigiem Christi qui transis pronus honora,
non tamen effigiem sed quem designat adora.

Þarna er, þó versið að vísu sé gamalt6) og ekki
óal-gengt á krossum i kaþólskum sið, sennilega verið að slá
varnagla siðaskiptanna við því, að myndinni sé
sýnd-ur sami heiður og i kaþólsku. Pað mætti því álykta að
krossinn nr. 4522 í þjóðmenjasafni voru, sem
gerðar-innar vegna vel gæti verið úr kaþólskum sið, væri frá
þvi eptir siðaskiptin, þvi hann er með samskonar áletran:
Non deus est, sed sculpta deum præsentat imago;
qva visa tu in mente colas id qvod cernis in illa.

Af slikum krossum öðrum, sem þjóðmenjasafn vort á,
eru að eins tveir, sem til greina gæti komið að væru
úr kaþólskum sið7), hinn þriðji8) er áreiðanlega yngn
en siðaskiptin. Aðrar tegundir krossa voru fontkrossar
(sjá font) og likakrossar9). Voru hinir siðarnefndu
pro-cessíukrossar, einfaldir að gerð og bornir á stöng fyrir
likfylgdum. Annarstaðar var það allkunnur siður, að

1) D. I. III, 89. 2) D. 1. II, 781. 3) D. I. II, 378. 4) Pjóð-

menjas. ísl. nr. 4447. 5) Bls. 39-40. 6) Versið er í Ralionale fol.

5 dorso. 7) Nr. 3341, 2397. 8) Nr. 1931. 9) T. d. D. I. II, 474.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0774.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free