- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
385

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

385

hljóta báðir að hafa verið likneskjusmiðir. Með Hákoni
Björgynjarbiskupi Þórissyni var á árabilinu 1335—1338
Þórarinn nokkur Eiriksson, sem kallaður var pentur.
Hafði honum orðið það á að særa sira Ásgrím i
Vatns-firði í kirkjugarði og þvi flúði hann á vegu
Björgynj-arbiskups. Er Björgynjarbiskup hvað eptir annað að
biðja gott fyrir hann við þá Jónana, Halldórsson og
Indriðason, Skálholtsbiskupa2) og segir, að Þórarinn
kunni «nokkuð svo« að penta og skrifa. Magnús
prest-ur Þórhallsson lýsti alla Flateyjarbók8) þ. e. að segja
málaði í henni myndirnar, en um hann vita menn
ekk-ert annað, þó hann reyndar komi við tvo gjörninga
vestra 13974). Enn er getið um að Bjarni jungherra
Ivarsson lýsti messubók þá, er hann gaf
Múnkaþverár-klaustri 1473, en Jón Þorláksson hafði skrifað6).
Mar-teinn, síðar evangeliskur biskup, Einarsson hafði lært
málverk i Englandi, og málaði að fyrirlagi Ögmundar
biskups Skálholtskirkju þá er brann 15266), en hvort
hann hefur verið húsamálari eða listmálari hermir
sag-an ekki. Sama er að segja um Atla prest og skrifara,
sem á dögum Páls biskups pentaði alt ræfur og bjórinn
i Skálholtskirkjustöpli7). Svo mun hér óhætt að nefna
Margréti högu, konu Þóris prests, og Þorstein þann, er
Þorláksskrín smiðaði8), þó að þess sé um hvorugt
bein-linis getið að þau hafi smiðað likneskjur.
Hóladóm-kirkja átti:

1374. Mannlikan tvö með kopar gylt.

1396. Sama.

1525. 1) Mariulikneski tvö gylt (i Önnustúku).

2) Sama (í Maríustúku).

3) Jóns likneski baptistæ með stein.

4) Jóns líkneski [Hólabiskups] stórt forgylt9).

1) I. A. 349. 2) D. I. II, 723, 731. 3) Flaleyjarbók Oslo 1860
—68 I, framhlið blaðsins, sem er framan við lyrstu síðu
(blað-síðutalslaus). 4) D. I. VI, 32-34. 5) D. 1. V, 728. 6) B. S. II,
251—52. 7) B. S. I, 132. 8) B. S. I, 143—4. 9) Petta er óefað
sama líkneskið, sem Auðun biskup hóf samskot til um Skagafjörð
og hver skattmaður skyldi gefa einn klipping til. B. S. I, 893.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0781.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free