- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
388

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

388

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

þessi var auðvitað töluverðum vaudkvæðum bundinn,
og á 13. öldinni fór hann að leggjast niður, og voru
menn i staðin látnir kyssa svo nefnt paxspjald1) eða
paxblað2) (osculatorium, pax). Hófst sá siður á
Eng-landi um 12503), en hér sýnist hann vera að komast á fyrri
helming 14. aldar, þvi fyrst er paxspjald nefnt hér 1307,
en kirkjuskipan Árna erkibiskups 1346, sem vitnað var
i, gjörir ekki ráð fyrir þeim4). Bar prestur eða djákn
það til fólksins i bandi — strengjum —, sem hann hafði
um hálsinn og fastir voru á spjaldinu; því er nefnt
pax-blað strengjalaust6). Ekki voru þessir strengir, eins og
Wallem heldur, ætlaðir til að hengja upp paxspjaldið á
vegg"). Wallem styður þessa skoðun sina með þvi, að
getið er um »paxspjald lítið á altari fyrir Bartholomeo«7).
Einstökum dýrlingum og öltörum gáfust opt gripir, sem
ekki skyldi nota nema þar, og svo er bersýnilega hér.
Pax hvorki stóð eða hékk á altari eins og Wallem
held-ur, það hékk um hálsinn á presti meðan verið var að
nota það, annars var það geymt þar sem bezt gengdi.
Gerðin var ýmisleg. Paxspjöld eru nefnd úr tré8), steind9)
með blek (þ. e. a. s. teiknuð)10), gylt11) með uppkast
(o: relief)18) og irsk18), en þau voru smelt og sett
stein-um. Paxspjöld voru bæði búin til hér og eins innfluttu).
Munurinn á paxblaði og paxspjaldi, hafi hann verið
nokkur, var sá að spjaldið var úr tré, en blaðið úr
bókfelli. Orðin páskablað 1B) og páskaspjald16) er
stund-um koma fyrir eru óefað afbökun á orðunum paxblað
og paxspjald, þvi ekkert kirkjuáhald þekkist, sem hægt
væri að samstæða þau við. Á paxspjöldin voru
mark-aðar ýmsar myndir, guðslömb, krossfestingin, Maria með

1) T. d. D. I. II, 361. 2) T. d. D. I. II, 428. 3) Cox: English
church furnilure bls. 49. 4) Wallem segir bls. 85, aö paxspjald
væri »den plade, hvorpaa nadvergæsferne trykkede kys under
den hellige kommunion«; það er rangt. 5) D. I. II, 551. 6) Bls.
86. 7) D. I. III, 515. 8) D. 1. V, 307. 9) D. I. V, 405. 10) D. I■

III, 583. 11) D. I. IV, 139. 12) D. I. III, 590. 13) D. I. V, 314.
14) D. 1. V, 319. 15) T. d. D. I. III, 256. 16) T. d. D. I. III, 515.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0784.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free