- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
392

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

392

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

að skilja það svo, að hann hafi verið hlekkjaður við
altarið á svo langri festi, að hægt hafi verið að flytja
hann til eptir þörfum. Guðspjallalektararstóðu á gólfi
norðan megin altaris og voru gólffastir (lectorilia
sta-taria); báru þeir textann er djákninn söng guðspjall.
Gólflektarar eða lektarar með gólfum2) voru með tvennu
móti, fastir (stataria) og lausir (gestatoria). Fastir
lekt-arar stóðu á miðju gólfi og báru hinar stóru
tiðabæk-ur, aspiciensbækur, sem allir gátu lesið á í senn. Lausir
lektarar voru bæði guðspjallalektarar og tiðalektarar, og
fluttir til eptir þörfum. Var hægt að leggja þá saman
eins og lektarana i stiftskirkjunni í Oberwesel3), og voru
þeir þvi og nefndir bókaskref4). Hæð gólflektara má
marka af því, að nefndur er leldaradúkur glitaður hálf
sjötta alin (isl.)5). Þessir dúkar féllu gólfsiðir niður i
bak og fyrir; hefur því lektarinn verið hér um bil 2SU
al. isl. á hæð. Lektarar voru og nefndir bókaformar®)
eða bókastólar7); þetta er vafalaust og sýnir það
orða-tiltækið «bókarstóll litill á altari«s). Nefndur er lektari
með reiðustól9). 1 skipan Jóns Halldórssonar10), og
reyndar viðar, er reiða nefnd svo að hún getur ekki annað
merkt en sakramentið; merkir reiðustóll þvi hirzlu
und-ir sakramentið, sakramentishús (repositorium). í
Sturl-ungu (Oxfordútg. I. 227) segir að maður hafi verið
særður í kirkju »innar við reiðustók; hefur verkið þótt
að verra, er það var unnið hjá sakramentinu. Reiðustóll
var prýðileg hirzla, er stóð á háum stöpli, og var hún í
flestum erlendum kirkjum, en hér sýnist hún hafa verið
fátið; var sakramentið hér optast geymt f messufatakistu
eða almariu (sbr. bls. 395). Hóladómkirkja átti:

1525. 1) Lektara tvo.

2) Lektara litla fjóra á öltörunum,
en það segir sig sjálft, að ekki koma öll kurl til grafar.

10.) í fyrstu kristni tíðkuðust klukkur ekki, en voru

1) D. I. IV, 169. 2) D. I. IV, 195. 3) Otte I, 302. 4) T. d. D.

I. IV, 86. 5) D. 1. V, 308. 6) T. d. D. I. V, 403. 7) T. d. D. I. II,
62. 8) D. I. IV, 62. 9) D. I. II, 408. 10) D. I. II, 809.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0788.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free