- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
399

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

399

þeirra opt i ólag, og voru þessi týgi höfð til að hagræða
þvi aptur. En átti dómkirkjan:

1396. Stafi tvo.

1525. Frammistöðustafi tvo.

Kapituli var á Hólum, sem getið hefur verið (bls.
210—15). Var einn kórsbræðra forsöngvari (primicerius)
og bar hann staf, sem hann stjórnaði með söngnum,
og er »taktstokkur« vorra daga afsprengur hans. Eru
þetta slíkir stafir. Voru þeir háir sem baglar og opt
jafn prýðilegir þeim (sbr. nr. 121 í Domschatz i Ivöln).

Einkennilegt er hve dómkirkjan á mikið af
mæli-tækjum, og að þau skulu vera úr göfugum málmum,
sem bendir til að þeim hafi verið ætlað að mæla
eitt-hvað annað en ótíndan varning; en hvað? Það mun
þó engin ráðgáta vera. í vorþingssamþykt Árnesinga um
fjárlag, sem Jón Sigurðsson telur vera frá 1200 eða eldri
segir: »Gull ok silfr skal vega at metum biskups eða
þeim öðrum, er þar sé jöfn við« Er hér bersýnilega
um vogartæki til slíks að ræða. Kirkjan má þvi með
sanni heita löggildingarstofa þeirrar tiðar, þar sem henni
var ætlað að hafa bæði rétta vog og stiku2). Áhöldin
eru talin með kirkjugripum eins og þau væru í þeirra
röð, sýnir það hve hæpið er að fara eptir þvi, í hvaða
sambandi máldagar telja gripi. Dómkirkjan átti:

1374. 1) Mensura með silfur.

2)–— — (annan).

1396. 1)–— —

2) Mensura.

1500. Mensura þrjá.

1525. 1) Metaskálar.
2) Reizlu.

1550. Mensura þrjá með silfur.

Meðal þeirra hluta, sem Hóladómkirkja á bæði 1525
•°g 1550 er lausnarsteinn. Aðrar kirkjur eiga slikisteina8)
til að slétta með tröf sin — corporalia og slíkt, og
sól-arsteina4) (»sólskifur«) jafnvel með umbúningi6), en

1) D. I. I, 316. 2) Sbr. bls. 93 þessa rits. 3) T. d. D. I. II,

4) T. d. D. I. II, 451. 5) D. I. III, 560.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0795.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free