- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
408

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

408

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M SAFN V

kemur að jafnvel alveg ósamstæðir hlutir Ienda saman
t. d. kanabók er heldur orationes í hátíðamessum og
benedictiones epistolis, sem er misskript fyrir episcopi;
blessanir er biskup gaf voru til forna með
afarmörg-um hætti þó nú séu þær að eins með einum. Skipting
þessi er og samfara skiptingu í de tempore og de sanctis,
og nær stundum um part úr ári. Væru bækurnar með
nótum voru þær nefndar syngjandi. Orðið historia i
messubókartitli merkir messuskipan einstaks dags
(offi-cium).

B. Tíðabœkur höfðu að geyma helgisiðuna á hinum
einstöku bænastundum dagsins (tiðir, horae) og var
skipt með alveg sama hætti og messubókum. Nafnið á
ritinu sem heild er brefver (breviarium), historiubók,
tólf mánaða tiðir. Frammistöðubækur voru afarstór
brefver, er ætlað var að standa á kóri, og voru með svo
stóru letri að margir gátu lesið á þær og úr fjarska;
voru lika kallaðar aspiciensbækur. Ferðabrefverin hafa
auðvitað verið mjög Iitil. 1550 átti kirkjan »brefver 17
á pappir prentuð hér i Iandi«, sem Jón Arason gaf út
1534x). Samsvarandi grallaranum, hélt lesgrallarinn
(antiphonarium) ritningarstaði tiðanna (antiphonae)

1) Isaak Collijn bókav. í Stokkbo]mi hefur póttst finna tvö
blöð úr þvi i bandi á Isl. handr. þar. Páll E. Ólason tekur petta
opt upp eptir honum og kallar á einum stað bókina »Breviarium
(eða Missionale) Holense» (Upplök sálma og sálmalaga. Rvik 1924,
bls. 26). Helgisiðarit með lieitinu missionale hefur aldrei verið
til, en sé átt við missale, þá er pað heimildarlaust, pvi i titlinuffl,
sem Grunnavikur-Jón tilfærir orðiéttan er bókin kölluð
«brevi-aria«. Ég get þess hér að P. E. Ó. hefur í sama riti (bls. 27) tnis"
skilið orðið »adauctum« í niðurlagi brefversins; pað pýðir par
ekki »aukið« heldur »prýtt«. Blöðin, sem Coliijn fann geta pó
ómögulega verið úr Breviarium Holense, pví pau eru i 8v0>
en Grunnavikur-Jón, sem sá pað, segir að pað hafi verið «fornið
quarta«, og með latneskum söngvum með fegurstu lögum.
blöðunum eru antiphonur og yfir peim ættu nóturnar að vera,
en eru engar. Jón segir og bókina hafa verið með rauðum
greini-rósum (lemna, lemma), en greinirósirnar á blöðum Collijns eru
svartar. Pau samsvara pvi ekki lýsingunni og hljóta að vera ur
öðru brefveri.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0804.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free