- Project Runeberg -  Á ferð og flugi : Kvæðabálkur /
45

(1900) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - XVI. Dagdómar

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Og áður en við leggjum aftur á stað
                er afráðin greftranin stutt,
En presturinn hér er ei nærstáddur nú,
                svo nein verður líkkveðja flutt;
En þeir hafa uppgötvað þjóðerni mitt
                og þekkja mitt erindi’ og stétt:
Að neita’, og vera þar viðriðinn, eins
                er vandamál; hvorugt er létt.
Því henni’ hefir ónefndur orðrómur fylgt
                og allir það straks hafa frétt:
Og grómið af líkinu loðir við mann
                sem lífernið fengi’ á sig blett.
Hver einstaklings hrösun hjá erlendri þjóð
                er ávirðing kynbálksins manns.
Og þar er hún viðkvæmust virðingin mín
                og vandhæfust—prestsins og manns.

„Nei, langt frá, sú hugsun er hégómi einn,“
                i hálfgletni svaraði ég dræmt;
„Ef dýrindis stóllinn þinn ataðist út
                og altarið, það væri slæmt!
Því Ragnhildur litla hún lagði til þess
                svo langmest, er „gjöfin“ var keypt.
En hvernig hún hafði það unnið sér inn,
                við aldrei við því höfum hreyft!


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 01:44:57 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/aferdflugi/0047.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free