- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
63

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Að efstir í sæti við náð höfðum skamt,

Um óhindrað skeið fyrir andlegan þrótt,

Um áframhald lengst fram á gaml’árs-nótt.

Svo svörum þá einart, og öllu sern bezt,

Því ári sem liófst nú — þeim steinblinda gest!
Úr síðustu gátunni greiðum við þá,

Sem ganga varð Heiðrekur nauðugur frá.

1887

Árferöi í Alberta.

Við förum á skautum og skíðum,
Við, skapléttu fjallanna börn!

Og fleygjumst um fannir í hlíðnm
Og flug-hála svellið á tjörn
í júlí.

Við liggjum i grasinu græna
Og góðviðrið þömbum í teig
Við laufspá hjá lundinum væna,
Urn loft sigla regnskýin fleyg
A þorra.

Hún kann ei, hún Alberta ‘ unga,
Að aga sinn geðþótta skár,

Né storkna i staðviðra drunga.

Né stilla um veðranna þrár
í júli, á þorra.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0069.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free