- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
64

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hún gerir það bara sem gaman,

Að gáskast að sérhverri átt.

Því íléttar hún fimlega saman
Sinn fjölbreytta árstíða-þátt

Ur júlí, úr þorra, úr þorra, úr júlí.

1891

Páskar.

Upp úr fannbreðans fargi,

Upp úr frosthörku bjargi.

Risinn lít eg hvern hjalla, hvern hól —
Lyft frá leiðunum liafa
Legstein’ fannhvítra grafa
Sumar-vonin og vormorgun-sól.

()g af fellunum falla
Frosnar líkblæjur mjalla,

Nýr er laufkransinn enninu á
Yfir upprisu landa
Út’ i .sólskini standa
LjóssiiTs- varðenglar vorhimni frá.

Fyrsta blómið að foldum
Fallið, arflýsir moldum —

Út úr rótunum raknar frá ís
Heillar kynslóðar kraftur,

Upp’ í knappinum aftur
Ættar-fegurðin öll saman rís.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0070.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free