Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Setin laut og sundfær á
Söngla í skauti storðar.
Hnappa skæra i hárið fá
Hrislur, ærið snoðnar.
Jafnvel hærum holta á
Hvíti blærinn roðnar.
Vors ei leynast letruð orð
Ljóst á grein og móa:
Sæla reynast sönn á storð
Sú mun ein, að gróa.
Einkis rétt eg man til meins
Meðan þetta er kveðið:
Vorsins frétt þig yngi eins
Upp, og létti geðið.
Hlaku-asinn.
Haralyndur
Hlákuvindur —
Höfundur, sem engan stælir,
Sitt í eigin orðum mælir
Hvað sem hugsar tún og tindur
Starfar, stundar,
Straums og grundar
Öflin levsa úr isa-tjóðri,
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>