Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Eg býð um það vottorð, sem verið hef með,
A vísu um það skrifaða heima,
Og rétt i þeim skorðum, sem skýrði eg frá —
Og skáldmæltur var eg nú kallaður þá.
En nú vil eg helzt ekki hafa það eins,
Þó halli það skáldgæfu minni —
í kveld væri óþarft að óska hér neins,
Öll ánægja býr hér að sinni.
Og haldið eg bætti ei úr basli mín sjálfs
Ef bæn min og óskirnar næðu til hálfs?
En hvað get eg áhitt í óskanna stað?
Jafn armur og bænalaus maður!
Þið brúðhjón, ef lánið sn\rr öllu ykkur að,
Eg ann ykkur þess, og’ verð glaður.
Og ætti eg gæfu að greiða ykkar veg,
Þá gerði það engiun neitt fegnari en eg’.
Og ef ykkur mótlæti mætir, og þið
Ei megið það forðast, að líða,
Að gugnið á þrekinu þrautirnar við
Af þolleysi, skal eg ei kvíða —
< >11 jarðneska sælan er sigur i raun,
Menn sækja ekki á himininn fegurri laun.
1885
Steplian G. Stepliansson: Andvökur
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>