- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
132

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Svo skilnað’ okkar, Vilhelm, vér
Nú vígjum þessa bolla.

Tak lukku-ósk á leið með þér,

Og loftið okkar liolla.

189.)

Móðir jörð.

Eg ann þér, eg ann þér, þú indæla jörð!

Sem elur upp manninn og dýranna hjörð,
Með leikandi smábörn í almóður arm’,

Með ellina hvílda við friðsælu barm —

Þú opnar mér faðminn þinn fagnaðarrík,

Þú fæst ekki um trú mína og pólitík.

Og skartið þér sómir, þó skrautgjörn þú sért
Og skiftir um búning við missiri hvert —
Hvert missiri! oftar, hvern einasta dag
Um áferð þú breytir, um glit eða Iag
Þins dökkgræna silkis, þíns driflivíta líns,
Með dreglunum forsælu og ljósgeislans þíns.

Þú mun gerir engan á ætt eða stétt,

Og aldrei þú skeytir um venjur og rétt,

En sjálfráð þú breiðir þinn sóleygja-krans
A syndarans gröf og ins heilaga manns.

Að lokum i faðmi þér felur þá lík
Og fæst ekki um trú þeirra og pólitík.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0138.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free