Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Búning á hári og litum, sei, sei, sei;
Segðu mér, hvenær bætur hefi mælt því?
Að mig eg hyggi hlutlausan af því
Höfuð mitt set og kvæðið þetta að veði —
En liti eg augun hennar hlýju í,
Hreinlega sagt: eg fann til Ijúfrar gleði.
Vissirðu hvernig varið þessu er,
Von bráðar okkar misskilningur jafnast,
Eg á til, karl minn, kró í huga mér,
Hvaðvetna fagurt óvart þangað safnast.
Sumarkvelds eilifð, skógur skúrablár,
Skrúðbúin hlíð og fossahljóð þar stendur,
Hrafnsvartir lokkar, ljósar augnabrár,
Ljúflinga brjóst og mjúkar, hvítar hendur.
Margt er af þessu lokað, liðið, gleymt
Líklega öllum, nema þá mér einum.
Svo djúpt, svo djúpt i tíð og gröfum geymt
Glittir ei fyrir moldu huldum beinum.
Mér er þó sérhyers svipmynd ung og ný —
Samt á eg enn þar nokkra kyma tóma.
Fallegu augun hennar þráfalt því
Þangað sér smeygja, milli eldri blóma.
189fi
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>