- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
141

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hjóna-skál.

Æ, manstu vin, að okkur oft
Fanst indæl þessi jörð,

Er heimboð okkur æskan hélt
Um allan Skagafjörð,

()g sumar gekk með hring á hönd
Og’ haust með brúðar-skart.

I3á var oft kátt við kvæði og söng’
Og kvenna-augað bjart.

tJó síðan hafi öldin elzt
Um ára-tugi þrjá,

Er sumarstund og sólglöð lund
In sama eins og þá.

Og enn er hægt að leika lag,

Um ljóð ef nokkur spyr.

Og stúlkur kunna að klappa enn
Og kyssa mjúkt, sem fyr.

Nú hvílir sumarhúmið lieitt
Við haustsins þrungna barm,

Og’ leggur yfir land og bæ
Sinn ljúfa, mjúka arm,

Um slegin engi inn um dal,

Um akuiiöndin bleik

Með gróðann árs um gestmilt skaut

Og gull á liverri eik.

Og hérna inni er lífið ljúft
Mð ljós og brúðar-skál,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0147.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free