- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
157

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sá, sem hana úr ljóðs-hönd leggur
Lægst í sveiginn, hann er einn
Orkuminni og vngri hróðir —

Ekki þegn né lærisveinn.

Þú, sem gazt í ljósa Ioga
Lifgað upp við mælsku-glóð,

Það seni frjálsast hugsað hefir
Hugstór, ung, en sjálfelsk þjóð.
Hjátrú löngum lærdóm’ varin
Litlu kunni að svara þér.

Skáldið íirrist fræði múgsins,

Fer samt rétt — það veit, það sér.

Ei var furða, að þú gazt ei
Aðhylst sama guð og hinn,

Sem við götu gálgann reisir,

Grýtir veikan hróður sinn.

Köllum guði svikna, sanna,

Samt er enginn þeirra tál,

Heldur augljós opinherun
Inst livað hýr í þjóðar-sál.

Það var heldur ekki undur,

Andi þinn ef gat ei séð
Mannkyns takmark fram í fjarska
Fangans sektar-augum með,
Ivlækja-vits sem rökum ruglar:
Réttlæti í kvöl og hefnd,

Illra sálna ills sem vænta
Ofsjón — hvað sem hún er nefnd.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0163.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free