- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
161

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Við kjósum til fósturs þér, álfunni ungu,

Hvern óbundinn þjóðkost og fjölhæfa tungu,

Hvert sannyrði og lifandi Ijóð, er menn sungu.

í þjóðjöfnuð hérna er þarflaust að fara,
f*ví þursar að hausamergð lengst fram úr skara,
Við, ætt-dreif á heimskringlu lang-ferðalagi
Sem loksins hér flokkumst—þó margt úr því dragi—
Því, Saxi og Norðmaður, s<Tnt er það bróðir,

Að söm var í fyrndinni beggja okkar móðir!

Þó langt fram í öldum og austur um græði
A upplöndum dagkomu vagga okkar stæði. —

Þar lagði ’ún oss málið í munn og sín kvæði.

Pó leiðum við skiftum við erindi annað:

Að útnorðrið fengjum við mannað og kannað,

Þó stefnurnar breyttust, þó uppi-hald yrði
Við elíi og myrkvið, við hafsbotn og firði.

Þó einn kveikti vitann við útsker og strendur,

En annar sinn varðeld um l)láskóga lendur,

Það móður-mark hvarf ei. Við blönduðum blóði

— Með bræðra-svip fjandmenn — við lögskil, í óði,
Við ástir, við einvíg, í list og í Ijóði.

Slíkt ættarmót berum í munni og minni,

I málunum enn og í hugunum ínni:

Við könnumst við skyldyrðin tungunum tömu,

Við Tems og við Rín og við Jöklu — þau sömu!
Þar heldur vor frændsemd í »faðir« og móðir«
Sem fangamark arfgengt, og »systir« og’ »bróðir« —

Slephan G. Stephansson: Andvökur. 11

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0167.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free