- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
160

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og þó að svo fari um bygðir og bæ,

Að bragur vor þagni og tungan vor glevmist,
Samt verður í skauti þér eitthvað það æ
Af íslenzkum liug, sem þú fóstrar, og geymist —
Til ágætis þarftu svo mikið og margt
A metum við búsæld og áhuga snarpan.

Já, gullið er fémætt og fjölmenni þarft,

En fegursta þjóðeign er sagan og harpan.

l’JOO

Bundin ræða fyrir minni Kanada.

— Islendinga-dags ræða, —

Þú Noregur vestrænn í veraldar-sjónum
Með vinlönd að sunnan og heimskauta-snjónum
Að norðan. Þú kornland með Fáskrúð og Fjalir.
Með fjallaskógshliðar og bald-jökla svalir,

Sem sundrast i smávöld að samþj7ða alla,

Sem semur um hófin við lj’ðstjórn og jalla.

Þú afréttar-landflæmið umhveríis þjóða,

Ins ofaukna en sjálfstæða, Kanada góða —

Með fulltingi^ íslands til landnáms og ljóða.

* ‘v * ^

Við hyllum þig frjálsmæltir. — Einrænis anda
ei ölum um heimsmál og for-ræði landa —

Þann úrkipp úr veraldar-vexti áður félli,

Þann vissasta forboða mannkynsins elli,

Það jarðabót vrði ei þótt hirðir og hagi
og hjörðin upp greri með verksmiðjulagi. —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0166.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free