- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
199

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þessum heim’ að fljijast frá,
Firrasl blekking manna,
Vansalaust var áður á
Öldum dýrlinganna.

Boðskap þeim við böðla her
Brutust í að skila,

Sem þeir vissu og vildu að sér
Veitti aldur-tila.

Þeim að samning’ sýndist rýrð
Sínu rétta máli.

Sina lygð fyrir drottins dýrð
Dönsuðu ei eftir Páli.

Þá hefir líka margan mann
Minna stoðað skólinn,

Vissu ekki eins og hann
Opin laga skjólin.

Nú sér enginn fyrirfer
Fullum háls’ að yrða.

N}7ja heimsins heiðnin er
Hjartveikari að myrða.

Hugsjón hver sem hefir tórt,
Hafist upp úr vöfum,

Hefir aldrei stígið stórt —

Þær stikla fram á gröfum!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0205.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free