- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
200

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

II.

Verða ei stjórn né kirkja klökk
Kvödd með frélt um látið.
Baldur getur þrútin Þökk
Þurrutn tárum grátið.

Okkur hinum eins er bezt
Öllu um hann að gleyma,

Sem það afrek sýndum mest
Að sussa og jánka heiina,

Hann, sem ekki í óvild sá,
Alfrjálst reyndi ei fela,
Hita-máli hrekklaus frá
Heitinu sínu að stela.

Svo fer ekki ómegð nein
Athvarfslausa skeiðið
Hreinskilnin er angruð ein,
Ekkjan hans við leiðið.

Far4u ekki að ygla brún
Undir steíl inínu,

Fyr en dýrri dís en hún
Drúpir að kuinli þínu.

Bíddu, svo eg gleggri grein
Geri á þessum ræðum —

Er ei fyrirheit um hrein
Hjörtu í sjálfs þín fræðum?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0206.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free