- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
239

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Atti ei fé né fór á bak,

Fátækt varð að þola —

Þó hann eitt sinn traustatak
Tæki á asna-fola.

Að það lái, allra sízt
Á mér læt eg hevra —

Slíkum manni var liann víst
Velkominn, og meira.

Hér var framkvæmd hugsun djörf
Hans að marki settu:

Xotlaus eign þín annars þörf
Upptæk sé — að réttu.

Fáryrða mér finst að sé
Full von til ef leiddist.

Og við feyskið fíkju-tré
Ei feikn þó svangur reiddist.

Það er sjálfgert, fyrst og fremst,
Fyrir þá að stilla
Svör, sem ilskan aldrei gremst,
Omenning né villa.

Hvað sem þó um þetta er

— Þú fyrst svo vilt hafa —:

Skal eg yngstu skýra þér
Skáldsöguna um Java.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0245.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free