- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
251

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

III.

Engu sinni arfur hvarf
Æsku minnar hálfur:

Ljúft er hinna Ijóð og starf,
Leitt að vinna sjálfur.

Hitt er bót og léttir lund,

Lágt í grjóti þreyja
Sólu mót um sumarstund,
Söngsins njóta og þegja.

Það er í metum, með því halt!
Mér það betur liagar.

Bæla fletin út’ um alt
Andans letimagar.

Við er staldrað strengja fjör,
Stærstu valdi er spáði.

Þreyttrar aldar elli-kör
A því haldi náði.

Alt of mikið undan gekk
Ef ei lyki vori.

Bragi þykir þurfa hlekk,

Það er hik í spori.

Afl er mist og ís á hver
Eftir fyrstu gosin —

Það veit Kristur, Þór og vér,
Það er list! en frosin.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0257.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free