- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
285

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sem sólskinið alt væri ginninga gjöf

— Sú gleðinnar uppsprettu lindin —:
Skín unaðar minning frá ástvinar gröf,
Svo enn þá slær kvöldroða á tindinn.

1903

Oddhending.

Sittu hátt við liörpuslátt

— Hljóðin átt þú, vaktu —,
Sólskin dátt og sunnanátt,
Seint til hátta gaktu.

Lyng frá auðum æskustöðvum.

Er miðs-vetrar snjó-þögn að sveit hafði sett
Með svefn-fjötra af lang-nætti undna,

En fjöl-kvæður lækur og flaumur við klett
Lá frosinn með tunguna bundna,

Og lagstur var hugur í harðinda kör,

En hendingar kólnaðar gödduðu á vör.

Þá kom hún, sem lífsmark frá landauðnum nvrst
Úr lyngmó við sandrok og snæinn,

Með æskuna, leikvöllinn, ljóðin mín fyrst’,

Með landa-mörk, afdala bæinn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0291.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free