- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
21

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Um morgna, er daggar-falls dropa-tal stóð
A dökkgrænu blöðunum slöpum,

()g ískalda hrímið við ársólar glóð
Sér ornaði í hálfþíðum kröpum:

Hann leit út sem hrygðin og söknuður sár
Með svipbrigðum andvöku-fölum,

Sem gréti upp aftur hvert einasta tár
Sem angistin feldi í þeim sölum.

Er vetrarnótt leyndi hann Ijós-brún og yl,
Og lauf hans í sköflunum flöktu,

En hristi ’ann framan í barðviðris bvl
Og heljuna greinarnar nöktu:

Hann sýndist við aldanna órétt og þján
Með afli liins fordæmda stríða,

Og umliðna harðýðgi og hamingju-rán
Alls húsfólksins bera og liða.

A blómatíð ársins er sí-glaðast söng
Inn sætkvæði vorfugl á limnum
Hjá hreiðrinu litla, og laufanna þröng
Sér lyfti við blæ móti himnum:

Pá stóð hann sem ímvnd af indæli því
Sem afgömlu munnmælin geyma,

Um fegurstu hugsanir öldunum í
Og ástúð, sem þar átti heima.

En nú var hann feldur og rifinn frá rót,

En reft yfir sætið lians auða

Ein tizkunnar hráka-smíð leiðinda-ljót,

Sem líkkista i hástól ins dauða —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0025.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free